AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 69

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 69
við aðra staðsetningu og/eða breytta hönnun fram- kvæmdarinnartil að forðast óæskileg umhverfisáhrif. 2. Draga úr: Rýra orsök áhrifanna og/eða draga úr aðgengileika umhverfisins við orsakavaldinn. Setja fram aðgerðir sem annars vegar draga úr áhrifunum eða á hinn bóginn draga úr áhrifamætti orsaka- valdsins á viðkvæma þolendur. 3. Bæta: Ekki skipta sér af áhrifunum heldur að snúa sér í kjölfar áhrifanna að endurbótum umhverfisins: s.s. að enduruppbyggingu raskaðs umhverfis, flutn- ingi, endurnýjun og bóta til þolenda. GERÐ MATSSKÝRSLU Aðaltilgangur matsskýrslu er að veita upplýsingar sem koma að gagni við ákvarðanatöku. það er gert með því að vekja athygli á þeim atriðum þar sem ákvörðun hefur þegar verið tekin eða þarf að taka á (Bradley o.fl., 1991). Umhverfismatsskýrslan inni- heldur niðurstöður matsferlisins, þ.m.t. allar mark- tækar upplýsingar um tiltekna framkvæmd en ekki einungis upplýsingar framkvæmdaraðila. Skýrslan getur bæði verið innbundin eða samanstaðið af lausum skjölum og sér framkvæmdaraðili venjulega um gerð skýrslunnar eða fyrirtæki á hans vegum. Leitast skal við að hafa umhverfismatsskýrsluna nákvæma og einskorðaða við marktæk umhverfis- áhrif í því augnamiði að auka skilning á umhverfis- vanda framkvæmdar, þ.m.t. umfjöllun um leið fram- kvæmdaraðila, aðferðir og þau vandamál sem stinga upp kollinum við gerð hennar. Áhersla á smáatriði og fágun á að samsvara líklegum umhverfisáhrifum og skal beina efninu til hönnunaraðila, leyfisveitenda og almennings. Rökfærsla fyrir framkvæmd á ekki heima í matsskýrslu, heldur skal gæta fyllstu óhlut- drægni í hvívetna. Samantekt skiljanleg leikmönnum sem tiltekur helstu atriði matsins er nauðsynleg og gefur áhugahópum yfirlit yfir meginatriði fram- kvæmdar í einföldu og stuttu máli. Öðru fremur ætti samantektin að vera sjálfstæð (án tilvitnana í aðal- skýrsluna) og í sérbroti, og innihalda skýrar leiðbein- ingar um hvernig almenningur getur komið sínu áliti til skila. Við framsetningu upplýsinga ber að líta á markhópinn, og nota ferli, töflur, teikningar og Ijós- myndir til hins ýtrasta þar sem því verður við komið, sérstaklega í samantektinni fyrir leikmenn. Matsskýrsla og samantekt eiga ávallt að vera auð- fengnar. Ef gjald er innheimt fyrir skýrslu, ætti það að vera hóflegt og ná einungis til lágmarksprentunar- kostnaðar en samantektin mætti hins vegar vera veitt ókeypis. RITDÓMUR Á MATSSKÝRSLU Ákvörðun um endanlega leyfisveitingu framkvæmdar byggist á innihaldi matsskýrslunnar. Mikilvægt er því að fyrirbyggja eftir föngum ófullnægjandi og/eða rangar upplýsingar. þetta má t.a.m. gera með því að setja skýrsluna í eins konar ritdóm eða gæðamat þar sem fram fer athugun á nægjanleika, nákvæmni, jafnvægi og hlutlægni matsskýrslunnar. Ritdómur getur farið fram fyrir almenna birtingu skýrslu og jafn- framt verið nýttur á stigi umsagnar og þátttöku almennings og/eða á meðan/strax á eftir umsagnar- stiginu en þó fyrir ákvörðun um veitingu leyfis. Ákjós- anlegt gæti verið að leyfisveitandi stjórnaði gæða- úttekt á stigi umsagnar og þátttöku almennings, en aðrir möguleikar eru fyrir hendi, s.s. að notaformlegt innanhússgæðamat og/eða að leita til sérfræðinga- hóps. Formlegur óháður ritdómur er hins vegar ákjós- anlegastur þegar framkvæmdaraðili sér um gerð matsskýrslu sem mótvægi við hugsanlegar hlut- drægar eða ófullnægjandi upplýsingar. Ef ritdómur er tilbúinn áður en almenningi er kynnt efni skýrsl- unnar ætti að birta niðurstöður ritdóms um leið og matsskýrsluna til að mögulegt sé að gera athuga- semdir við hvort tveggja í senn. UMSÖGN OG ÞÁTTTAKA ALMENNINGS Ófrávíkjanlegur þáttur í mati á umhverfisáhrifum er að leyfa tiltöku þeirra málefna sem líkleg eru til að valda áhyggjum og að gefa öllum færi á að tjá sig og setja fram sínar tillögur til farsællar lausnar. Áhyggjur og álit þeirra hópa sem hafa áhuga á eða eru þolendur framkvæmdar ættu þ.a.l. að endur- speglast í umhverfismatsferlinu. þetta er mikilvægt til að skilja bæði eðli og stærð röskunar á samfélagi og umhverfi, sem og til að kanna hljómgrunn fyrir- hugaðra mótvægisaðgerða, sér í lagi m.t.t. þolenda- hópa. þátttaka almennings við ákvörðun á umfangi mats (matsskýrslu) er því tvímælalaust til hagsbóta og gefur færi á að einangra strax meginmál líklegrar röskunar og spá um stærð þeirra og mikilvægi á grundvelli umræðunnar sem skapast. Öflugri sam- starfsvilja mun einnig gæta þar sem bæði fram- kvæmdaraðili og almenningur fá aukinn skilning á áhrifum fyrirhugaðrar starfsemi og fá meiri tíma og hjálp til að leysa þann umhverfisvanda sem af 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.