AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 73

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 73
eða iii) frekari könnun einstakra þátta. Athygli vekur að framkvæmd þarf að ganga í gegnum bæði þrepin til að hægt sé að synja henni um leyfi. Það er vandséð hvaða þörf er á tveimur þrepum í umhverfismati. Helst má ætla að Alþingi hafi viljað þrengja ákvörðunarvald til synjunar framkvæmda- leyfis þar til fullreynt væri um umtalsverð umhverfis- áhrif framkvæmdar og þess vegna sett fram ákvæðið um frumathugun. Ákvæðið gerir umhverfismat óþarflega þungt í framkvæmd; það uppfyllir ekki til- skipun EBE nr. 85/337 um ágrip helstu efnisatriða; auk þess að það er óskiljanlegt að tilteknar séu í lögum framkvæmdir sem ávallt skulu háðar umhverf- ismati vegna umhverfisáhrifa þeirra og síðan er gefið færi á að slíkar framkvæmdir fari einungis gegnum frumathugun. Betur hefði farið á því að nýta tilkynn- ingu framkvæmdaraðilans við afstúkun framkvæmda skv. Viðauka II en krefja að allar framkvæmdir skv. Viðauka i og 7. grein reglugerðarinnar fari í gegnum fullt mat, eins og er t.d. gert í Bretlandi. Það eru vonbrigði hve þátttaka almennings og um- sagnaraðila kemur seint inn í umhverfismatið. Tíma- bær þátttaka almennings er þýðingarmikil fyrir far- sæld umhverfismats og umfang þess má alls ekki vera eingöngu ákvarðað af framkvæmdaraðila. Hér ættu félagasamtök eins og t.d. Landvernd, auk al- mennings, að fá tækifæri til að setja fram sínar athugasemdir og tillögur um atriðaval fyrir umfang umhverfismats. Leiðbeiningarreglur þær sem nú eru í undirbúningi gefa kjörið tækifæri til að leggja áherslu á mikilvægi umfangsferlisins og upphefja þá starfs- hætti sem stuðla að öflugri þátttöku áhugahópa og almennings. Þetta mætti t.d. gera innan ramma lag- anna með því að skipulagsstjóri noti vald sitt til að fara fram á frekara mat, til að undirstrika það sjónar- mið að litið verði á upplýsingar framkvæmdaraðila sem ófullnægjandi ef þátttöku almennings er ekki á einhvern hátt gætt við öflun þeirra. Leiðbeininga er einnig þörf fyrir uppbyggingu og gerð matsskýrslu, þar sem öðru fremur er hvatt til og bent á kosti form- legrar hlutlausrar skýrslu í því augnamiði að auðvelda skilning á umhverfisröskun fyrirhugaðrar fram- kvæmdar. Að auki mætti í fyrirhuguðum leiðsögu- reglum setja fram nákvæmari atriðaskrá yfir hvað matsskýrslan ætti að tiltaka. Við ákvörðunartöku mætti setja að ófullnægjanleiki matsskýrslu geti verið röksemd fyrir synjun um framkvæmdaleyfi, þótt e.t.v. færi betur á að sú viðleitni kæmi fyrr, t.d. með opnu umfangsstigi og leiðbeiningum um gerð matsskýrslu. Margt mælir með að skipulagsstjóri taki upp gæða- mat á matsskýrslum, helst formlega, þar sem niður- stöðurnar yrðu birtar opinberlega með matsskýrslu og hvort tveggja opið fyrir athugasemdum almenn- ings áður en ákvörðun er tekin. Skipulagsstjóri tekur ákvörðun um leyfisveitingu framkvæmdar á grund- velli fyrirliggjandi upplýsinga sem ná til mats- skýrslunnar og þeirra athugasemda sem borist hafa. Upplýsingar umhverfismatsins ættu þ.a.l. að vera meginmálið við ákvörðunartökuna. það er hins vegar með öllu óskiljanlegt og í raun ósamræmanlegt markmiði nýsettra laga um umhverfismat að ávinningur af framkvæmd geti réttlætt leyfisveitingu hennar. Er mjög vafasamt að þetta reglugerðar- ákvæði eigi sér stoð í lögunum um umhverfismat. Eftirlit er í höndum leyfisveitanda, segir mjög stutt- lega í reglugerðinni, og ekki farið nánar út í þá sálma. því er þörf á leiðbeiningum um skyldur eftirlitsaðila og að annar háttur verði hafður á þegar leyfisveitandi er sjálfur framkvæmdaraðili. Ákvæði laganna um skilyrta leyfisveitingu framkvæmdar mætti þó hagnýta sér til að knýja á um eftirlit. ■ HEIMILDIR: Alþjóðabankinn, 1991, Operational Directive 4.01: Environmental Assess- ment. World Bank, Washington D.C. Bradley, K., Skehan, C., Walsh, G., 1991. Environmental Impact Assessment: A Technical Approach. DTPS Ltd, Environmental Publications, Dublin, Ireland. Department of the Environment, 1989. Environmental Assessment: A Guide to the Procedures. HMSO, London. Pálsson, Einar, 1993, Environmental Impact Assessment of lcelandic Hydropower Developments. MSc Dissertation, Department of Chemical Engineering, University of Manchester. Lee, N., 1989. Environmental Impact Assessment: A Training Guide. Occasional Paper No 18. Department of Planning and Landscape, Uni- versity of Manchester. Lee, N. & Colley, R., 1990. Reviewing the Quality of Environmental State- ments, Occational Paper No 24, Department of Planning and Landscape, University of Manchester. Lee, N. & Brown, D., 1992. Quality Control in Environmental Assessment. Project Appraisal, volume 7, no 1, bls. 41-45. Skipulag rfkisins, 1992. Lög og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál. Skipulag ríkisins, Reykjavík. Umhverfisráðuneytið, 1993. Lög um mat á umhverfisáhrifum. Reykjavik. Umhverfisráðuneytið, 1994. Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Stjórnartíðindi B, nr. 179/1994. Reykjavík. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), 1988. Environmental Impact Assessment: Basic Procedures for Developing Countries. Regional office for Asia and the Pacific, Bangkok, Thailand. Wathern, P., 1988. Environmental Impact Assessment: Theoryand Prac- tice. Unwin Hyman, London. Wood, C., 1992. 5 Years of British Environmental Assessment: An Evalu- ation. Unpubl. article. Department of Planning and Landscape. Univer- sity of Manchester. Wood, C. & Jones, C., 1992. The Impact of Environmental Assessment on Local Planning Authorities. Journal of Environmental Planning and Man- agement, volume 35, no 2, bls. 115-127. Wood, C. & McDonic, G., 1989. Environmental Assessment: Challenge and Opportunity. The Planner, 75(11) bls.12-18. 71

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.