AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 81
formi að þær eru færðar inn á þau eyðublöð sem
nota á við eftirlitið. í upphafi er verkinu skipt niður í
hluta þar sem skil verða í því og fer lokaeftirlit fram á
þessum skilum.
AÐ LOKUM
Sá misskilningur heyrist oft að gæðastjórnun eigi ekki
við í byggingariðnaði. Hún séfyrir vöruframleiðendur
sem fjöldaframleiði vel skilgreindar vörur. Byggingar-
iðnaður hefur víðast hvar í heiminum verið seinna á
ferðinni í að innleiða gæðakerfi og gæðastjórnun. í
Bandaríkjunum hafa þó flest fyrirtæki í byggingar-
iðnaði notað gæðastjórnun í mörg ár og hafa nú al-
mennt tekið upp altæka gæðastjórnun (TQM). Þar
er gæðastjórnun forsenda þess að lifa af samkeppni
á kröfuhörðum markaði. í Evrópubandalaginu er nú
lögð mikil áhersla á að innnleiða gæðastjórnun al-
mennt í byggingariðnaði. Byggingariðnaður skapar
beint og óbeint um 20% af störfum fólks í ESB og
þjóðhagslegt mikilvægi hans knýr stjórnvöld og fyrir-
tæki til að auka hagkvæmni og framleiðni iðnaðarins.
Gæðastjórnun er þar lykilatriði.
Hér á landi er byggingariðnaður ekki síður þjóðhags-
lega mikilvægur. Meirihluti þjóðarauðs okkar er bund-
inn í mannvirkjum. Gæðastjórnun þarf ekki að vera
svo flókin í raun en gífurlegir hagsmunir eru í húfi.
Hér er nánast aðeins um það að ræða að fastsetja
vinnureglur vel rekinnafyrirtækjaog samvinnu á milli
ólíkra aðila er byggingariðnaði tengjast. Vissulega
þarf að samræma margt, en erfiðasti hjallinn er að
það krefst hugafarsbreytingar og að rjúfa hefðir. það
er ekki nóg að gera hlutina eins og áður, það er ekki
rétt að hver og einn sé lokaður í sínu hólfi og komi
ekki við hvað hinir eru að gera. Takmarkið er að upp-
fylla vel skilgreindar kröfur til verkefnisins sem sam-
ræmdur hópur (teymi, team), þar sem allir hafa lagt
sitt af mörkum, með það að leiðarljósi að uppfylla
þarfir notandans. ■
Byggingafélagiö
Borgarnesi © 93-71482 - Fax 93-71768
BQRG
H
F
Sérhœfum okkur í smíöi glugga, huröa,
og opnanlegra faga.
Öll almenn trésmíðavinna, nýbyggingar,
viögeröir húsa og Þjónusta viö sumarhús.
Gagnverjum allt útitimbur með
GORI vióarvörn
79