AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 48

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Blaðsíða 48
HÖSKULDUR JÓNSSON FORSTJÓRI Stefna ÁTVR Aundanförnum 5 árum hefur verslunum ÁTVR fjölgað úr 12 í 21. En verslununum hefur ekki aðeins fjölgað. Allar eru þær nú betur búnar tækjum en áður, flestar orðnar kjörbúðir og meirihluti þeirra hefur fengið nýjan svip, yfirbragð sem til skamms tíma var ekki talið við hæfi áfengisverslana. ÁTVR selur vöru sína dýrt. Flestir þurfa að leggja í nokkra fyrirhöfn við að nálgast vöruna. Við kaupin greiða þeir hærri skatt en þekkist í nokkrum öðrum viðskiptum. Með þessar staðreyndir í huga hefur sú stefna verið mótuð að verslanir ÁTVR og aðrar starfsstöðvar hennar séu ekki óásjálegri en almennt tíðkast hjá verslunarfyrirtækjum og jafnvel eigi ÁTVR að vera skrefinu á undan. Þrír hönnuðir hafa mótað flestar verslanir ÁTVR: arkitektarnir Karl Rocksén og Pálmar Kristmundsson og Finnur Fróðason, innanhússarkitekt. Fljá því verður ekki komist í viðskiptum við hönnuð að verkkaupi leggi áherslu á góða nýtingu húsrýmis og óhindraða rás vöru frá móttöku og til þess er viðskiptavinur ber hana burt með sér. Vegna eðlis vöru ÁTVR og sjálfs- afgreiðslu á vörunni verður hönnuður einnig að taka fullt tillit til þeirrar nauðsynjar að starfsmenn hafi góða yfirsýn yfir flest það sem fram fer innan verslunarinnar. Að slepptum þessum höfuðreglum hefur ÁTVR boðið hönnuði að setja þann svip á verk sitt sem hann teldi að yrði honum og ÁTVR til sóma. Meginmarkmiðið er að verslunin, veggir hennar og loft, afgreiðsluborð og hillur hlaðnar vörum, myndi heildarsvip sem viðskiptavini finnst vert að virða fyrir sér um leið og hann verslar. Kaupandanum má gjarnan finnast að í svona verslun hljóti að vera góðar vörur. Með þetta í huga er eðlilegt að val og uppsetning listaverka, sem prýða eiga verslanir, sé í samráði við hönnuð. Það er lán ÁTVR, að fjármálaráðuneytið og fjárlaga- nefnd hafa tekið undir sjónarmið ÁTVR hvað snertir húsakost fyrirtækisins og búnað. ÁTVR hefur ekki verið boðið að leita ódýrustu lausna. Vafalaust væri unnt í skjóli einkaréttar að dreifa áfengi og tóbaki úr tjöldum. En sá réttur væri hróplegur óréttur yrði honum beitt þannig, að allt annað sé aumt hjá rétt- hafa en það verð, sem viðskiptavinurinn þarf að greiða fyrir vöruna. Vegna ástands efnahagsmála og hugmynda um breytingar á verksviði ÁTVR hefur að undanförnu verið leitað ódýrari lausna við að hýsa vínbúðir og búa þær innréttingum en gert hefur verið á undanförnum árum. ■ 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.