AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 11
G E S T U R Ó L A F S S O N UMHVERFI ISLENSKRA BARNA Allt frá því að þéttbýlisþróun, aukin verka- skipting og aukin atvinnuþátttaka kvenna hófst á íslandi fyrir alvöru hafa landsmenn verið í hálfgerðum vand- ræðum með börnin sín meðan á launavinnu stendur. Að erlendri fyrirmynd höfum við komið upp sérhæfðri aðstöðu fyrir börnin okkar meðan við erum í vinnunni og sérmenntuðu starfsfólki í því að sjá um þau fyrir okkur meðan við sinnum „ábyrgðarmeiri" og oft betur borguðum störfum í þjóðfélaginu. í Reykjavík eru nú hátt á þriðja hundrað leikvallar- svæði sem hafa verið sérhönnuð fyrir börnin okkar og ekki lætur fjarri að ætla að svipaður fjöldi leikvallar- svæða hafi verið gerður víða um land. Á ári fjölskyldunnar er ekki úr vegi að við stöldrum við og spyrjum okkur nokkurra spurninga um um- hverfi íslenskra barna í þéttbýli. Hver er t.d. raun- verulegi tilgangurinn með öllum þessum svæðum? Er markmiðið ekki of þröngt? Taka þau nægilega mikið mið af íslenskum aðstæðum, veðurfari og félagsaðstæðum? Eru þessir vellir til þess að búa börnin okkar undir lífið, eða bara til að hafa ofan af fyrir þeim svo við fáum frið í vinnunni? Er þetta það besta sem við getum gert fyrir upprennandi íslend- inga - eða eru til aðrar leiðir og önnur markmið? Eru þessi hundruð af leikvöllum sem við erum að gera í dag „síðutogarar“ nútímans, eða erum við þarna búin að finna hina endanlegu „lausn“? Og hvað um full- orðna fólkið sem langar kannski til að róla sér og klifra með börnunum sínum - eða bara sjálft að lokn- um vinnudegi? Okkur hættir nefnilega alltof oft til þess að „leysa“ viðfangsefni á ofureinfaldaðan, viðtekinn hátt og reyna svo að trúa því að það sé það besta sem við getum gert. í þessum málum eins og flestum öðrum er ekkert endanlegt. Þá fyrst erum við komin á villi- götur þegar við höldum það - sama hvort um íslensk- an, danskan eða Evrópustaðal er að ræða. ■ 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.