AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Side 19
Raunveruleikinn hefur ekki síður aðdráttarafl en tilbúin leikföng. LEIKURA UTIVISTARSVÆÐI eikurinn er skapandi atferli sem barnið stjórnar sjálft og fullnægir ýmsum þörfum þess. Leikurinn er hvort tveggja í senn vinna og nám barnsins. í leiknum eflist alhliða þroski þess, þ.e. sá líkamlegi, tilfinningalegi, félagslegi, vitsmuna- legi, siðgæðislegi og fagurfræðilegi. Leikur barna getur orðið mjög tilbreytingarlaus og einhæfur ef uppeldisumhverfi er rýrt eða fábreytilegt. Á þann hátt getur umhverfið bæði örvað og dregið úr þroska þeirra. Það er mikið undir hinum fullorðna komið hvort börn leika sér, hvernig og hversu þróaður leikur þeirra verður. Það eru ekki bara leikfélagarnir og leiktækin sem skipta máli. Því miður er það svo að mörg börn fá ekki leikþörf sinni fullnægt vegna þess að leikskilyrði þeirra eru víða takmörkuð og gefa litla möguleika til frjálsra leikja úti við. Leiksvæði barna nú á dögum er oft takmarkað vió hugmyndir fullorðinna. Útlitið er látið skipta meira máli en þarfir barnanna. Leiksvæðin eru yfirfyllt af leiktækjum sem mörg eru þeim annmörkum háð að þau gefa aðeins einn leikmöguleika sem er fyrirfram ákveðinn af þeim sem framleiddi það. Börnin nota þessi leiktæki til afþreyingar í stað þess að gleyma sér í skapandi leik. Höfða þau því lítið til virkni og hugmyndaflugs barnanna. Leiksvæði ætti að vera sem fjölbreyttast og náttúr- legast og vekja áhuga barna á skapandi leik allt árið um kring. Þykjustuleikur hefur mikla þýðingu fyrir barnið. Mikill hluti leiksins gerist í hugarheimi þess. í leiknum lærir barnið samvinnu og að taka tillit til annarra í þeim 17 KOLFINNA BERGÞORA ÞORSTEINSDOTTIR LEIKSKOLAKENNARI

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.