AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 77

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.1994, Síða 77
unum samsvarandi ÍST/ISO 9000 og hluti þeirra heíur hlotiö viðurkenningu. ■ Skilgreiningar: Rýni verkefnisáætlunar Rýni verkefnisáætlunar út frá áætlun verkkaupa um bygginguna, þörfum hans og kröfum (arkitektar). Hönnunarrýni Rýni hönnunar með tilliti til byggingartæknilegra atriða (tæknimenn). Verkefnisyfirferð Sameiginleg yfirferð tæknimanna og verktaka til að finna fyrirfram vandamál sem sjá má fyrir og til að fá fram reynslu verktakans á viðkomandi sviði. Gæðaáætlun Gæðaáætlun gerir grein fyrir því hvernig gæða- stjórnun er skipulögð. Eftirlitsáætlun Eftirlitsáætlun gerir grein fyrir því hvernig staðið verður að móttökueftirliti á efni, framkvæmdaeftirliti og lokaeftirliti á byggingu eða býggingahluta.(lnnra eftirlit verktakans). Upplýsingar Verktakinn skal gera grein fyrir því hvernig hann upplýsir starfsmenn sina um gæðakröfurnar í verkinu. Gæði Sameiginlegt heiti yfir alla þá eiginleika einingar* sem ákvarða getu hennar til að uppfylla tilgreindar og ótilgreindar þarfir. (Frumvarp að ÍST ISO 8402). Gæði eru eiginleikar sem bygging á að hafa samkvæmt samningum eða markmiðum. (Byggestyr- elsen, Kvalitetssikring 1986). Gæðastjórnun Sá hluti heildarstjórnunar sem ákvarðar gæða- stefnuna og gæðamarkmiðin og framfylgir þeim markmiðum. Gæðaáætlun Sú starfsemi sem ákvarðar markmið og gæðakröfur um framkvæmd einstakra þátta innan gæðakerfisins. (Frumvarp að ÍST ISO 8402). Eftlrlitsáætlun Forsögn um eftirlitsem áaðfarafram á bygging- artímanum. Útboðsgögnin ættu að innihalda grunn að eftirlits- áætlun sem verktakinn lýkur síðan við. Hönnunarrými Formleg.skjalfest, kerfisbundin og gagnger rýni (review) hönnunar með tilliti til byggingartæknilegra atriða. (Verk- svið tæknimanna). Rýni framkvæmdaferils Formleg.skjalfest, kerfisbundin og gagnger rýni teikninga og lýsinga með tilliti til framkvæmdar hinna ýmsu verkþátta. Verkefnisyfirferð Sameiginlegur samræmingarfundur tækni- manna og verktaka til þess að leiða í Ijós hugsanleg vandamál og óljósa hluti og taka á þeim. * Eining = Hvaðeina sem hægt er að lýsa og athuga út af fyrir sig. T.d. starfsemi, ferli,vara,fyrirtæki, kerfi o.s.frv. GÆÐASTJÓRNUN í íslenskum byggingariðnaði eftir Guömund Guömundsson, verkfræðing hjá Samtökum iðnaðarins, og Ólaf Jakobsson, stjórnunarfræðing hjá Háskólanum á Akureyri og ráðgjafa hjá íslenskri Gæðastjórnun hf. GÆÐAMÁLUM ÁBÓTAVANT Flestir virðast sammála um aö gæðamálum í bygg- ingariönaði sé í mörgu ábótavant, þrátt fyrir aö við eigum mjög hæft og reynsluríkt fólk á öllum sviðum iðnaðarins. Umræðan hefur einkennst af því að leita sökudólga og „þatent”-lausna. Gæðavandamál í byggingariðnaði eru ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur eru þau landlæg m.a. í mörgum ríkjum Evrópusam- bandsins. Skortur á gæðum í ríkjum ESB er talinn eiga sér tvær meginrætur:í göllum í hönnun og í vinnu iðnaðarmanna annars vegar og hins vegar skorti á skilgreiningum (sþecification). Fyrra atriðið er talið stjórnunarvandamál, eftirlit, stjórnun og þjálfun er ófullnægjandi og þörfum notendans er ekki sinnt. Seinna atriðið orsakar lægri framleiðni, samræmingu skortir, mælikvarða á árangur skortir, einblínt er á stofnkostnað, skammtímahugsun ræður ríkjum og langtímaendingu og gæðum er fórnað. Mikil fylgni kemur fram milli galla og áherslna á verð. Sé sam- keppni eingöngu í verði en ekki gæðum, fjölgar göllum mikið. Þetta er athyglisvert í samhengi við að á samdráttartímum er talið hagkvæmt að framkvæma vegna lágs verðs. þar er sjónarhornið stofnköstn- aður, en ekki langtímakostnaður. í athugun, sem Meistara- og verktakasamband bygg- ingamanna gerði á sínum tíma um orsakir galla í steyptum húsum hér á landi, voru 4 meginatriði talin orsakavaldurinn: vinnubrögð iðnaðarmanna á verk- stað, takmarkaður framkvæmdatími, lítt ígrundaðar hönnunarlausnir, ómarkvissar verklýsingar og efnis- val. Eflaust má tína margt annað til, sem orsakar galla. Athyglisvert er í þessu samhengi að ekki skortir þekkingu, reynslu eða hæfni hönnuða eða iðnaðar- manna hér á landi. í byggingariðnaðinum virðast allir vera að gera sitt besta, en bara hver í sínu horni. Það eru hinir sem valda göllum. Þrátt fyrir gæðavinnu allra sem að framkvæmd koma, er niðurstaðan sú að gæðum er ábótavant. Ef það er rétt að allir eru að framkvæma gæðavinnu hver fyrir sig, þá eru sterk rök fyrir því að orsakir galla séu skortur á samræm- ingu og samvinnu á milli allra aðila. Eins og komið verður að hér á eftir er það einmitt reynsla annarra 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.