Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Blaðsíða 64
Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi
64 ..
Þegar leiðrétt er fyrir mánaðartekjum, atvinnustöðu og búsetu erlendis í líkani 2 hélst myndin
nokkuð óbreytt. Heildaráhrif líkansins aukast lítið eða um 1% (Δ R² = 1%). Hækkun um einn tekju-
flokk sýnir tölfræðilega marktæk en þó lítil tengsl við væntingar um samlögun. Fram koma tengsl á
milli þess að hafa búið í útlöndum þannig að þeir sem það hafa gert hafa minni væntingar um sam-
lögun.
Gerður var samanburður á milli sveitarfélaga með mismunandi hátt hlutfall innflytjenda í líkani
3 (tafla 3). Reiknuð var út fjölgun innflytjenda á svæðunum 12 sem voru til sérstakrar skoðunar í
þessari rannsókn. Sá útreikningur byggist á tölum Hagstofu Íslands frá árunum 1999 til 2018 og er
þá átt við hlutfallslega fjölgun innflytjenda af heildaríbúatölu á hverju svæði fyrir sig (Hagstofa Ís-
lands, 2019b). Af þeim svæðum sem hér eru til rannsóknar hafði mesta fjölgunin átt sér stað í Efra-
Breiðholti eða 30%.
14
staðalfráviki fyrir hvert aldursbil. Færsla um einn menntunarflokk sýnir áhrif sem svara til um
fimmtungs úr staðalfráviki.
Þegar leiðrétt er fyrir mánaðartekjum, atvinnustöðu og búsetu erlendis í líkani 2 hélst myndin
nokkuð óbreytt. Heildaráhrif líkansins aukast lítið eða um 1% (Δ R² = 1%). Hækkun um einn
tekjuflokk sýnir tölfræðilega marktæk en þó lítil tengsl við væntingar um samlögun. Fram koma tengsl
á milli þess að hafa búið í útlöndum þannig að þeir sem það hafa gert hafa minni væntingar um
samlögun.
Gerður var samanburður á milli sveitarfélaga með mismunandi hátt hlutfall innflytjenda í líkani 3
(tafla 3). Reiknuð var út fjölgun innflytjenda á svæðunum 12 sem voru til sérstakrar skoðunar í þessari
rannsókn. Sá útreikningur byggist á tölum Hagstofu Íslands frá árunum 1999 til 2018 og er þá átt við
hlutfallslega fjölgun innflytjenda af heildaríbúatölu á hverju svæði fyrir sig (Hagstofa Íslands, 2019b).
Af þeim svæðum sem hér eru til rannsóknar hafði mesta fjölgunin átt sér stað í Efra-Breiðholti eða
30%.
Mynd 5. Hlutfall innflytjenda á svæðum milli 1999 og 2018
Ef litið er til sveitarfélaga hefur innflytjendum fjölgað hlutfallslega mest í Reykjanesbæ eða um 22
%-stig á meðan minnst hefur fjölgað á Akureyri eða um 4 %-stig (sjá mynd 5). Í líkani 3 í
aðhvarfsgreiningunni eru aðlögunarhugmyndir Íslendinga út frá búsetu bornar saman. Þar sem svör
um búsetu voru á nafnkvarða voru búnar til vísibreytur þar sem svör frá Hafnarfjarðarkaupstað, sem
er sjálfstætt sveitarfélag og liggur nálægt meðaltalinu, voru gerð að viðmiðunarhópi. Miðast því
niðurstöður um marktækni við hvort svör á tilteknum svæðum sem hér eru skoðuð víkja frá svörum
úr Hafnarfjarðarkaupstað. Ekki reyndist vera marktækur munur (m.v. 95% vissu) á milli
viðmiðunarsveitarfélagsins og annarra svæða nema í tilfelli Hlíðahverfis (105 Reykjavík) og
Akraneskaupstaðar.
Mynd 5. Hlutfall innflytjenda á svæðum milli 1999 og 2018
Ef litið er til sveitarfélaga hefur innflytjendum fjölgað hlutfallslega est í Reykjanesbæ eða um
22 %-stig á meðan minnst hefur fjölgað á Akureyri eða um 4 %-stig (sjá mynd 5). Í líkani 3 í að-
hvarfsgreiningunni eru aðlögunarhugmyndir Íslendinga út frá búsetu bornar saman. Þar sem svör
um búsetu voru á nafnkvarða voru búnar til vísibreytur þar sem svör frá Hafnarfjarðarkaupstað,
sem er sjálfstætt sveitarfélag og liggur nálægt meðaltalinu, voru gerð að viðmiðunarhópi. Miðast
því niðurstöður um marktækni við hvort svör á tilteknum svæðum sem hér eru skoðuð víkja frá
svörum úr Hafnarfjarðarkaupstað. E ki reyndist vera m rktækur mun r (m.v. 95% vissu) á milli
viðmiðunarsveitarfélagsins og annarra svæða nema í tilfelli Hlíðahverfis (105 Reykjavík) og Akra-
neskaupstaðar.
Viðhorf innflytjenda
Líkt og hjá Íslendingum var ákveðið að skoða aðlögunarhugmyndir innflytjenda út frá þremur sams
konar spurningum og bornar höfðu verið upp í könnuninni fyrir Íslendinga. Í ljós kom að þegar borin
var upp fullyrðing þess efnis að innflytjendur yrðu að læra íslensku til þess að aðlagast íslensku sam-
félagi voru um 70% þátttakenda henni sammála. Um 11% voru henni ósammála og um 19% voru
henni hvorki sammála né ósammála (mynd 6).