AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 11

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 11
leiðir, þá er þekkingarfyrirtækjum skapað hag- stæðast umhverfi í nálægð við helstu þekkingarsmiðjur nútímans, þ.e. við öfluga háskóla og rannsóknarstofnanir. Þar er í senn að finna uppsprettur nýsköpunar og verðmætasta vinnuaflið, sérfræðinga og ungt menntafólk. Háskóli íslands er langöflugasti og stærsti rann- sóknarháskóli landsins. Hann er að auki staðsett- ur í miðborgarumhverfi, en þetta tvennt skapar kjöraðstæður fyrir þróun nútímalegs þekkingar- þorps. Hugmyndir um vísindagarða hafa breyst nokkuð á síðustu 20- 30 árum. í fyrstu var markmið með byggingu garðanna einkum það að auðvelda og styrkja tækniyfirfærslu frá háskólum og rann- sóknarstofnunum yfir til atvinnulífsins. Áhersla var lögð á byggingu frumkvöðlasetra og sprotavera þar sem bæði starfandi háskólamenn og frum- kvöðlar utan háskólanna gátu fengið aðstöðu til að raungera nýsköpunar- og viðskiptaáætlanir sínar. Þá var síðan í auknum mæli farið að leigja stærri þekkingar- og tæknifyrirtækjum húsnæði í slíkum görðum. í seinni tíð er í vaxandi mæli farið að líta á vísindagarða sem leið til að skapa öflugt nýsköp- unarumhverfi. Þá er gjarnan farið að vinna með stærri áætlanir, meira byggingarými, fjölþættari samsetningu, svæði fyrir sameiginlega þjónustu og skipulag bygginga sem auðveldar samtenging- ar og samskipti, bæði innan og milli fyrirtækja, sem og milli háskóla og fyrirtækja. Uppbygging öflugs og örvandi umhverfis verður megin mark- miðið. Að sama skapi er vaxandi áhersla á að í vísindagörðum sé borgarstemming sem höfðar til ungs menntafólks. ■ Mikið urval gæðaflísa á góðu verði Gegnheilar flísar £ Marte Serie GOLFEFNABUÐIN traust undirstaða fjölskyldunnar Reykjavík Sími 561 7800 Borgartún 33 Fax 561 7802 9

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.