AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 13
Skipulagið var unnið í nánu samstarfi við þessa nefnd. Forsögn Forsögn var unnin þannig, að fyrst var gerð forsögn fyrir einstaka skóla, sem reiknað er með að verði á svæðinu, en síðan ein heildarhúsrýmis- forsögn og þá með sérstöku tilliti til samnýtingar á húsnæði. Reiknað er með að Fósturskóli íslands, FÍ, Þroskaþjálfaskóli íslands, ÞÍ og íþróttakennara- skóli íslands geti sameinast Kennaraháskóla íslands, KHÍ í eina háskólastofnun, hér nefnd Upp- eldisháskóli íslands, UHÍ. Þó er reiknað með að meginhluti kennslu íþróttakennaranema verði áfram á Laugarvatni en stoðþjónusta verði sam- eiginleg. Húsrýmisforsögn er miðuð við ítrustu kröfur um nemendafjölda og húsnæði. Til grundvallar húsrýmisforsögn fyrir hina ein- stöku skóla voru lagðar áætlanir unnar af stjórn- endum og starfsmönnum skólanna. f grófum dráttum skiptist hús- naeðið þannrig: Húsnæði UHÍ, húsnæði Sjómannaskóla íslands, þ.e. Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands og húsnæði sem þjónar þessum skólum sameiginlega, sem er íþróttahús og sundlaug, mötuneyti og félagsaðstaða nemenda, heimavistir og dagheimili. Gert er ráð fyrir að Æfingaskóli KHÍ verði venju- legur hverfisskóli á vegum Reykjavíkurborgar. Crundvallarsjónarmrið Með skipulaginu er stefnt að því að skapa heil- stætt skólahverfi sem myndi umgjörð um lifandi skólastarf og stuðli að samstarfi skólanna. Lögð er áhersla á að milli húsanna myndist þægileg rými í tengslum við eðlilegar gönguleiðir. Nýbyggingar eru 1-3 hæðir. Þessi hæðafjöldi er hagkvæmur með tilliti til þeirrar starfsemi sem í byggingunum verður, en stuðlar einnig að æski- legri rýmismyndun og skjóli. Ennfremur er þessi hæð nýbygginganna valin til þess að núverandi aðalbyggingar SÍ og KHÍ njóti sín eftir sem áður. Skripulagssvæðrið Einkennandi fyrir svæðið, fyrir utan byggingar KHÍ og SÍ, eru kaldavatnstankarnir í grænum hól- um, sem liggja á mörkum lóðanna, kirkja Óháða safnaðarins, Háteigskirkja og há íbúðarhús við suðausturhorn lóðar KHÍ. Báðar lóðirnar eru gott byggingarland. Fremur vindasamt er á þessum slóðum eins og annars staðar í Reykjavík. Helstu aðliggjandi göt- ur eru Skipholt, Bólstaðarhlíð, Stakkahlíð og Há- teigsvegur, sem liggur á milli lóðanna. Til þess að ná fram því svipmóti á svæðinu sem skipulagið stefnir að er mikilsvert að vanda mjög lóðarfrágang og frágang á vistgötu. Stefna ætti að því að koma upp ríkulegum trjá- gróðri en varðveita þó þau sérkenni sem á svæð- inu eru. Suð-vestan við vélahús og rafmagnshús er holt með náttúrulegum gróðri. Þá eru í norðaustur horni lóðar SÍ leifar af stakkstæði. Bæði þessi svæði ber að varðveita. Fyrrirkomulag byggringa Skipan nýbygginga á lóðunum tekur mið af tveimur meginsjónarmiðum: í fyrsta lagi að þær tengist á rökréttan hátt þeim byggingum sem fyrir eru með tilliti til innra skipu- lags og í öðru lagi að þær myndi þægileg útirými og eðlileg göngutengsl milli einstakra bygginga og um svæðið í heild. Á 1. hæð í austur-vesturálmu núverandi aðal- byggingar KHÍ er veglegur gangur. Við þennan gang tengjast nýbyggingar KHÍ. Núverandi bókasafn verður hluti af fyrsta áfanga nýbygginga. Húsnæðinu, sem bókasafnið er nú í, verður breytt í kennslustofur. List- og verkgreinahús verður byggt í aðalatrið- um samkvæmt teikningum sem þegar hafa verið gerðar, en þetta hús er með sama sniði og hús sem þegar hefur verið byggt. Nýbyggingar KHÍ má byggja í þremur til fjórum áföngum. Hús SÍ er nægilega stórt til að taka við hugsan- legri stækkun vegna bóknáms, en gert er ráð fyrir stækkunarmöguleikum á verknámshúsum skól- ans. Staðsetning á húsi mötuneytis og félagsaðstöðu nemenda mitt á milli KHÍ og SÍ er mikilvæg í þeirri viðleitni að skapa heilstætt skólahverfi á svæðinu. Form hússins gegnir einnig hlutverki í þessu sam- bandi. Með því er myndað torg suðvestan við húsið, sem er í sjónrænum tengslum við aðalinn- ganga KHÍ og SÍ og er á miðri gönguleið milli skól- anna.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.