AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 19

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 19
Háskólinn á Akureyri áskólinn á Akureyri er ung og metn- aðarfull stofnun í örum vexti. Við- fangsefni skólans eru nátengd atvinnulífinu og hann hefur náið samstarf um kennslu og rannsóknir við ýmis fyrirtæki og rannsókna- stofnanir atvinnuveganna. Háskólinn er viðeigandi vettvangur fyrir kennslu og rannsóknir á málefnum norðurslóða og hefur Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hafið starfsemi sína á háskólasvæðinu. Forsaga Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987. Fyrsta árið voru rúmlega 30 nemendur og var kennt í tveimur 30 m2 stofum. Á næstu árum fékk háskólinn til umráða húsnæði við Þingvallastræti 23 og síðan eignaðist hann húsnæði við Glerár- götu 36. Árið 1994 var gerður samningur um leigu á sal í Oddfellowhúsinu. Sólborg Árið 1995 ákváðu stjórnvöld að framtíðarhús- næði Háskólans á Akureyri yrði að Sólborg sem er umlukin fögru útivistarsvæði miðsvæðis í bænum. Þann 1. apríl 1995 afhenti menntamálaráðherra Háskólanum á Akureyri samning á milli ráðherra félagsmála, fjármála og menntamála um yfirtöku háskólans á því húsnæði (alls um 2800 m2) og lóð sem kennd eru við Sólborg á Akureyri. Mennta- málaráðherra skipaði síðan starfshóp til að fjalla um framkvæmdir háskólans á þessu svæði. Starfshópnum var ætlað að skila áætlun og tillög- um um áfangaskiptingu, kostnað, framkvæmda- hraða og fjármögnun. 17 ARNI KJARTANSSON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.