AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 20
Haustið 1995 voru aðalskrifstofur háskólans flut- tar að Sólborg og í upphafi skólaársins 1998-1999 hafði allt húsnæði þar verið tekið í notkun, og þá voru 530 nemendur við skólann. Samkeppni í desember 1995 var efnt til opinnar samkeppni á hinu evrópska efnahagssvæði um hönnun og skipulag háskólans á nýja háskólasvæðinu að Sólborg. í samkeppnislýsingu var verkefninu þannig lýst: „í samkeppninni felast eftirfarandi verkefni: Hönnun nýbygginga(r) á núverandi Sólborgarlóð og aðlögun á eldra húsnæði þar. Húsrýmisáætlun gerir ráð fyrir að húsnæðisþörf háskólans sé rúm- lega 4800 m2 nettó. Heildarskipulag alls háskólasvæðisins, þ.e. nú- verandi Sólborgarlóð og framtíðarbyggingarsvæði háskólans, samtals um 10 hektarar. Miða skal við að allt svæðið rúmi háskóla með 1500-2000 nem- endum.” Augljóst var að til keppninnar var stofnað af framsýni og miklum metnaði. Ellefu tillögur bárust og varð dómnefnd „sammála um að veita ekki fyrstu verðlaun heldur tvenn önnur verðlaun og byggði nefndin þá niðurstöðu sína á því mati að engin tillagan uppfyllti fullkomlega þær forsendur sem dómnefnd ákvað og birti í samkeppnislýsing- unni.” Tvær tilíögur deildu með sér öðrum verðlaunum þar sem dómnefnd taldi að þær „hafi öðrum til- lögum betur náð fram þeim markmiðum, sem sett voru fram í samkeppnislýsingunni, þrátt fyrir ákveðnar takmarkanir og mælir því með að gengið verði til samninga við höfunda annarrar hvorrar þeirra til útfærslu.” Tíllaga Glámu/Kíms Höfundar annarrar tillögunnar (auðkennd með tölunum 31179, og nr. 7 í skrá dómnefndar) voru teiknistofurnar GLÁMA sf og KÍM sf í samstarfi við Ólaf Tr. Mathiesen arkitekt. í tillögunni var gert ráð fyrir að eldri byggingar að Sólborg hýstu bókasafn, mötuneyti og skrifstofur starfsliðs. í nýjum byggingaráföngum yrði komið fyrir kennslustofum, hópherbergjum og fyrir- lestrasölum, skrifstofum skólans og gagnasmiðju, rannsóknaaðstöðu og skrifstofum, tilraunastofum og kennslurými þeim tengdu. Lagt var til að skrif- stofa skólans sem komið hefur verið fyrir í einu Núverandi endi tengigangs, efri hæð. Fyrir utan á vinstri hönd er horft að væntanlegu torgi, beint áfram verður framhald gangsins fyrir framan fyrirlestrasali og skrifstofur skólans. 18 j

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.