AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 23

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 23
Þaö var skilningur skipulagsyfirvalda á Akureyri, aö endurskoöuö samkeppnistillaga GLÁMU/KÍMS væri deiliskipulagsviðmiðun fyrir háskólasvæöiö Fyrsti áfangi Fyrsti áfangi framkvæmdanna var bókasafn skólans sem innréttað var í einu eldri húsanna og tekið í notkun 1997. Þaö hýsir bókakost skólans, tímaritasafn, myndbönd og önnur nýsigögn, einnig les- og vinnuaðstöðu nemenda og skrifstofur starfsfólks. Keppt var aö því aö skapa björt og opin rými meö rólegu yfirbragöi. Efnisval og formnotkun einkennist af einfaldleika: vaxhvítir veggir, rauö eik í innréttingum og korkur á gólfi. Annar áfangi Annar áfangi framkvæmdanna eru nýjar viöbygg- ingar kennslu- og skrifstofuhúsnæðis, fyrsti hluti tengigangs og tenging viö eldri byggingu meö skrifstofum kennara. Framkvæmdum er aö mestu lokið, og er miðað viö verklok 2002. Tengigangurinn er aðalrými þessa byggingar- áfanga og verður lífæö skólans í endanlegri mynd. Áhersla er lögö á aö hann sé opinn, bjartur og viröulegur. Tengigangurinn er lagður íslensku grá- grýti. Milli kennsluálmanna myndast rólegir garöar sem afmarkast af klettaborgum Sólborgarsvæöis- ins til suðvesturs. Gangar kennsluálmanna eru glerjaðir aö garörýmunum og gengt er út í garöa af göngum og tengigangi. Næstu áfangar Öflugt starf, fjölgun nemenda og umsvif Há- skólans á Akureyri í fjarkennslu og alþjóðlegu samstarfi undirstrika mikilvægi þess aö uppbygg- ingin á nýja háskólasvæöinu haldi áfram af fullum krafti. Samkvæmt tillögu GLÁMU / KÍMS er því, sem eftir er af þessari fyrstu lotu í uppbyggingu skólans og fjallaö var um í samkeppninni, skipt upp í þrjá áfanga: rannsóknahús, skrifstofur og þjónustu rými, og fyrirlestrasali. Nú liggur fyrir aö rannsóknahús Háskólans verö- ur byggt utan viö samkeppnistillögu Glámu/ Kíms. Á þeim reit sem rannsóknahúsinu var ætlaður í tillögunni veröur byggt kennsluhúsnæöi og yfir aörar þarfir háskólans sem skapast meö auknum umsvifum. ■ Stórbyggingar einingar - betri byggingarkastur Einingaverksmiðjan er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu forsteyptra eininga. Tækjabúnaður og þekking gerir okkur kleift að afgreiða stór og smá byggingaverkefni fljótt og örugglega. Gæði framleiðslunnar er undir stöðugu eftirliti, bæði innra gæðaeftirliti og opinberu eftirliti Rannsóknastofnunar Breiðhöfða 10 Fax: 587 7775 Byggingariðnaðarins, svo tryggt sé að framleiðsluvörur fyrirtækisins uppfylli ávallt ströngustu kröfur. Við veitum ráðgjöf og aðstoð við útfærslu teikninga og gerð burðarþolsútreikninga. Auk þess veitum við þjónustu við stærri framkvæmdir, s.s. flutninga, reistningu, öflun efnis og leigu búnaðar. 110 Reykjavík e-mail: ev@ev.is Sími: 587 7770 www.ev.is EININGAVERKSMIÐJAN

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.