AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 45
jökulánna. Svo mikið er víst, að verði fórnarkostn-
aður eða verðmæti þess lands, sem spillist, reikn-
aður sem hluti af stofnkostnaði virkjana á þessu
svæði, er arðsemi þeirra rokin út í verður og vind.
Stóriðjustefnan
Á sjöunda áratug síðustu aldar var mörkuð svo-
kölluð stóriðjustefna stjórnvalda, sem byggðist í
aðalatriðum á tveimur grundvallaratriðum. í fyrsta
lagi að skapa aðstæður til að nýta vatnsorkuna í
landinu til hagsbóta fyrir þjóðina. í öðru lagi að fá
erlend stórfyrirtæki til að reisa orkufrek stóriðju-
fyrirtæki á íslandi, sem myndu nýta afgangs- og
umframorku vatnsaflsvirkjananna. Mönnum var
Ijóst, að til að virkja stórt og geta þannig nýtt
hagkvæmni stærðarinnar, yrði að hafa stóran
raforkukaupanda, þar sem almenningsmarkaður-
inn á íslandi væri lítill og yxi hægt. Fyrir lá, að það
verð, sem fengist fyrir umframorku til stóriðju, yrði
miklum mun lægra en til almenningsveitna. Verð
stóriðjurafmagns ræðst af heimsmarkaðsverði á
orku, sem er víða mjög lágt. Því var lögfest, að
ekki mætti niðurgreiða orkuverð til stóriðju með
hækkun verðs til almennings í landinu. í öðru lagi
var einnig Ijóst, að rekstur stóriðjuvera svo sem
álbræðslu væri mjög áhættusamur, enda miklar
sveiflur á heimsmarkaðsverði á áli. Ein meginfor-
senda stóriðjustefnunnar var því sú, að íslending-
ar ættu ekki undir neinum kringumstæðum að fjár-
festa í stóriðjuverunum sjálfir, heldur láta erlendu
fyrirtækin ein um það.
Fyrsta framkvæmd þessarar stefnu var bygging
Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík. Má
fullyrða, að hún hafi tekizt mjög vel og reynzt þjóð-
inni happadrjúg.Við næstu framkvæmd, þ.e. bygg-
ing járnblendiverksmiðju á Grundartanga, var vikið
út frá þeirri forsendu, að íslendingar ættu ekki að
hætta fé sínu í stóriðjuverinu. íslenzka ríkið gerð-
ist stór hluthafi í járnblendiverksmiðjunni. Sú
ákvörðun var mjög afdrifarík, enda tapaði ríkið svo
til öllu hlutafé sínu og reið ekki feitum hesti frá
þeirri framkvæmd. Sama má í raun segja um að-
komu Landsvirkjunar, þ.e. raforkusalans, en raf-
orkuverð til Járnblendiverksmiðjunnar hélzt lengi
vel mjög lágt, og vafasamt hvort framkvæmdin hafi
nokkurn tímann borgað sig fyrir þjóðarbúið.
Nú hefur þessum grundvallarforsendum stóriðju-
stefnunnar, þ.e. i) að reisa vatnsaflsvirkjanir ein-
göngu með hagsmuni almenningsmarkaðarins í
huga og ii) að hætta ekki fé landsmanna í stór-
iðjuverinu sjálfu, verið kastað fyrir róða. Með
Kárahnjúkavirkjun er verið að reisa virkjun, sem
eingöngu á að þjóna einum raforkukaupanda, þ.e.
fyrirhuguðu álveri á Reyðarfirði. Fleyrzt hefur, að
virkjunin verði ekki einu sinni tengd við landskerf-
ið, heldur einungis beintengd við álverið. Það er
því erfitt að sjá hvernig hinn almenni markaður
hagnast á þessari framkvæmd. Þvert á móti
vakna grunsemdir um, að raforkuverð til almenn-
ings, og þar með til íslenzkra iðnfyrirtækja, muni
hækka til að standa undir gífurlegum stofnkostn-
aði virkjunarinnar þrátt fyrir lög um hið gagn-
stæða. Hinn hluti þessara stóru byggðaþróunar-
drauma gengur svo út á það, að íslendingar ætla
sjálfir að fjármagna stærsta hlutann af stofnkostn-
aði hins risastóra álvers á Reyðarfirði og nota til
þess fjármagn frá lífeyrissjóðunum í landinu.
Norðmenn eiga hins vegar að fá full yfirráð yfir
álverinu og rekstri þess, þótt þeir útvegi aðeins
brot af stofnkostnaði þess. Væntanlega fá þeir
stóran hlut eignaraðildar sinnar í formi „tækni-
þekkingar og markaðsaðildar” á sama hátt og
gerðist á Grundartanga, en samningarnir við
Norðmenn um járnblendiverksmiðjuna voru okkur
íslendingum fremur óhagstæðir. Sporin hræða.
Gagnast íslendringar alþjódasamfé-
lagrinu með því að rerisa álver á
íslandri?
Stjórnvöld hafa mjög haldið því á lofti, að íslend-
ingar geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda á
hnattræna vísu með því að stuðla að byggingu ál-
vera á íslandi, þar sem þau noti „hreina og vist-
væna” orku, þ.e. vatnsafl. Jakob Björnsson, fyrrv.
orkumálastjóri, er einn þeirra, sem hefur tekið
hraustlega undir þetta sjónarmið í mörgum blaða-
greinum, þar sem hann tíundar kosti þess að nota
vatnsorkuna og velja áliðnaði stað á íslandi. Álver
yrði annars byggt, þar sem notuð yrði raforka
framleidd með kolum eða olíu, sem myndi valda
mikilli losun koltvíoxíðs. Telur hann því, að sú
stefna ríkisstjórnarinnar að undirrita ekki Kyoto-
sáttmálann hafi verið rétt. Þessi áróður hefur
heppnast mjög vel, og er svo komið, að flestir ís-
lendingar halda, að aðeins á íslandi verði reist ál-
ver, sem noti vatnsaflsrafmagn. Einn þingmanna
stjórnarflokkanna sagði í Kastljósþætti í sjónvarp-
inu í fyrra, að okkur bæri skylda til að reisa álver á
íslandi til að draga úr hnattrænni losun gróður-
húsalofttegunda!
43