AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 46

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 46
Þaö gleymist í þessari röksemdafærslu, aö gríö- arlegt óvirkjaö vatnsafl finnst víöa í heiminum; í Afríkuríkjum, Asíu og Suöur-Ameríku væri hægt aö byggja öll heimsins álver og nota til þess vatns- aflsvirkjanir. í yfirliti Alþjóöaorkumálastofnunarinn- ar um virkjað og óvirkjaö vatnsafl í heiminum kemst ísland ekki einu sinni á blaö. í Venezuela eru sumar árnar virkjaðar í mörgum þrepum upp á þúsundir megawatta, og álverin eru þar í rööum. Nánast öll lönd Vestur-Evrópu nema ísland hafa hafnað frekari álvershugmyndum, þar sem þau vilja ekki eyöa takmarkaðri orkuframleiöslu sinni til slíkra hluta. Norömenn, sem eru stórir álfram- leiöendur, hafa þannig ákveöiö aö hætta frekari nýtingu vatnsafls vegna of mikilla umhverfis- spjalla, og þar meö er frekari áliðnaður þar útilok- aöur. Vestur Evrópuríkin nema ísland líta oröiö svo á, að áliðnaður eigi frekar heima í þriöja heims ríkjum. Þau horfa miklu frekar til þekkingar- og upplýsingaiönaöar, sem hæfir betur menntunar- stigi þeirra. Þaö má því segja, að viö fáum engin prik hjá öðrum þjóöum, þótt viö viljum stórskemma náttúru landsins til þess aö geta reist álver. Undanþáguákvæöiö svokallaða, sem íslenzk stjórnvöld hafa barizt fyrir, er því í rauninni óþarft. Þaö veröur hins vegar aö segja stjórnvöldum til hróss, aö þaö er nokkurt afrek aö fá þjóöir heims til aö fallast á, aö viö fáum nánast frjálsar hendur til að auka losun á koltvíoxíði vegna stóriöju. Við gætum hagnazt verulega á þessari heimild, því í rauninni ættum viö aö selja aðgang aö notkun hennar dýru veröi. Heimildin er reyndar ekki alveg oröin aö veruleika, en fæst sennilega samþykkt nú í haust. Lokaorð Málinu hefur fram til þessa veriö stillt upp þann- ig, aö um sé að ræöa líf eöa dauða fyrir Austfiröi. Hefur jafnvel veriö gefiö í skyn, aö þaö sé rétt- lætanlegt aö fara út í þessar framkvæmdir, þótt arðsemin sé ef til vill ekki áskjósanleg, vegna hinn- ar „jákvæöu” byggðaþróunar, sem þaö heföi í för meö sér. Þetta er mikill misskilningur, sem byggir í rauninni á þeirri falshyggju, aö íslendingar geti gert byggðavandamál sín aö útflutningsvöru. Þá væri sennilega einfaldara aö sækja í hvelli um inn- göngu í Evrópusambandið og leita eftir byggöa- styrkjum þaöan. Vonin um stóriðjuframkvæmd- irnar viröist einnig hafa leitt til Akureyrarveikinnar fyrir austan. Snemma á níunda áratug síðustu aldar trúöu Akureyringar almennt, aö nú væri stutt í aö álver yröi reist í Eyjafirði. Stjórnvöld kyntu undir þetta sjónarmið af ráöum og dáö. Þetta varö til þess, að menn settust flestir á rassinn og biöu eftir álverinu. Atvinnulífiö á staðnum fékk sér lang- an lúr. Þaö var ekki gaman aö koma norður á þessum árum. Þegar þaö lá svo endanlega fyrir, að ekkert álver kæmi í Eyjafjörö, vöknuöu menn til lífsins, og hjól atvinnulífsins tóku að snúast af mikl- um krafti, byggt á framtaki heimamanna sjálfra. Það skaöaöi ekki, að um sama leyti var háskóli stofnsettur á Akureyri, sem hefur haft miklar og jákvæöar afleiðingar fyrir byggö þar. Hér er einmitt komiö aö kjarna málsins. Ef menn vilja í raun styrkja byggö á Austfjöröum verður þaö ekki gert meö stóriðjuverum, sem hafa takmörkuö áhrif. Aukin menntun, bættar samgöngur og hugs- anlegur atvinnuþróunarsjóöur til styrktar nýsköpun í atvinnulífinu myndu gagnast miklu betur heldur en stóriöjudraumar síöustu aldar. Ef Landsvirkjun er ætlaö aö vera byggðaþróunarstofnun, gæti fyrirtækiö alveg eins útvegaö fjármagn í slíkan atvinnuþróunarsjóö í staö þess aö stórauka viö- skiptahallann á næstu árum meö óarðbærum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun líkleg- ast er. Hvernig væri til dæmis aö koma upp há- skóladeildum á Egilsstöðum í samvinnu viö Há- skóla íslands? Velmenntaö, ungt fólk er miklu lík- legra til aö koma með hugmyndir til aö skapa ný tækifæri fyrir austan heldur en afdankaöir stjórn- málamenn. Meö ofansögöu hefur spurningunni í upphafi í raun verið svaraö neitandi. Þaö væri mikil skamm- sýni aö ráöast í virkjun jökulsárinnar viö Kára- hnjúka meö þeim gífurlegu og augljósu umhverfis- spjöllum, sem af hlytust, í trássi við vilja nærri helmings þjóöarinnar. Afkomendur okkar myndu kunna okkur litlar þakkir fyrir. Skipulagsstofnun rík- isins hefur þegar lýst yfir, aö umhverfisáhrif virkj- unarinnar séu of mikil til aö hún sé ásættanleg. Látum þaö veröa lokaniðurstöðuna. ■ 44

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.