AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 56
HARALDUR SIGURÐSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR
Skipulagstillögur
Guðmundar Hannessonar <pg Guðjóns Samúelssonar
frá árunum 1924 til 1938 og áhrif þeirra á mótun íslenskra þéttbýlisstaða á 20. öldinni
Enn þá stefnir allt í þá átt, aö bæir vorir
verði bæði framúrskarandi Ijótir og
óheilnæmir, verði landi og lýð til
skammar. Ef ekki er bráðlega aðgert
er þetta óumflýjanlegt. Ef vér höfum
augun opin og förum hyggilega að
ráði voru - þá er oss enn innan handar, að koma
smám saman svo góðu skipulagi á bæi vora, að
þeir standi mörgum bæjum annarra landa framar
að fegurð, hentisemi og heilnæmi." Guðmundur
Hannesson í „Nýtískuborgir”, Skírnir 1917.
Bæir taka á sig mynd á mörgum áratugum og
jafnvel öldum. Á því umbrotaskeiði sem ríkti í
íslensku samfélagi á fyrstu áratugum 20. aldarinn-
ar risu upp margir bæir við sjávarsíðuna sem ef til
vill voru bæði „framúrskarandi Ijótir og óheilnæmir”
eins og Guðmundur Hannesson ýjar að í grein
sinni frá 1917. íslenskir þéttbýlisstaðir höfðu þó
engan veginn tekið á sig endanlega mynd eins og
Guðmundur bendir réttilega á. Steinsteypuöld var
vart gengin í garð og þau hús, sem höfðu risið til-
viljanakennt á kaupstaðalóðunum eða í grennd við
þær, voru oft það rislítil að þau höfðu tæpast burði
til að leggja stein í götu nútímalegri uppbyggingu
bæjanna. Trú Guðmundar var því sú að mögulegt
væri að bæta um betur í uppbyggingu bæja á
íslandi, jafnvel þannig að þeir stæðu „mörgum
bæjum annarra landa framar að fegurð, hentisemi
og heilnæmi”.
Setning skipulagslaga árið 1921 var liður í því
að vinna á þeirri ringulreið sem virtist vera við-
varandi í hinu síðborna íslenska þéttbýli. Á grund-
velli laganna var stofnuð Skipulagsnefnd sem átti
að sjá um framfylgd laganna. Skipulagsnefndin
var skipuð þeim Guðmundi Hannessyni prófessor
í læknisfræði, Guðjóni Samúelssyni arkitekt og
húsameistara ríkisins og Geir Zoéga verkfræðingi
og vegamálastjóra. Þær skipulagstillögur sem
settar voru fram af nefndinni á árunum 1924-1938,
einkum unnar af Guðmundi og Guðjóni, voru met-
naðarfullar og á margan hátt vel ígrundaðar.
Skipulagstillögunum var hinsvegar ekki betur fylgt
eftir en svo að ásýnd margra íslenskra bæja ber
enn skýran vott um það umbrotaskeið sem hér
ríkti á fyrri hluta 20. aldarinnar.
Þær skyldur sem skipulagslögin 1921 lögðu á
herðar bæjarstjórnum, hreppsnefndum og fram-
kvæmdaaðilum í bæjum landsins, að útbúa skipu-
lag fyrir bæinn sem lýsti framtíðar gatnakerfi og
Ef hægt er að segja að íslendingar hafi brotlent í nú-
tímanum á fyrri hluta 20. aldarinnar kemur sú brot-
lending hvað skýrast fram í okkar byggða umhverfi, í
sundurleitum húsaröðum, háreistum og lágreistum
byggingum á víxl frá mismunandi tímaskeiðum í ótal
stílbrigðum ættuðum héðan og þaðan, sem í senn
undirstrika smæð samfélagsins, óstöðugleika og
ómarkvissa stjórn byggingaryfirvalda, og bjartsýni og
athafnagleði einstaklinga.
ráðstöfun lands nokkra áratugi fram í tímann, hljót-
a að hafa þótt framandi á 3. áratug aldarinnar í
Ijósi þess að slík hugsun er enn framandi fyrir
marga í byrjun 21. aldarinnar. Það hafa verið
nokkur viðbrigði fyrir yfirvöld bæjanna og athafna-
menn staðanna að þurfa skyndilega að fara að
byggja eftir settum reglum embættismanna í
Reykjavík og horfa langt fram í tímann. Skipulags-
nefnd mætti oft mótbyr en almennt virðist hún hafa
náð ótrúlega góðu samstarfi við heimamenn, jafn-
vel þar sem gert var ráð fyrir því að heilu bæjar-
hlutunum yrði rutt úr vegi fyrir nýju skipulagi. Hafa
má uppi efasemdir um hversu alvarlega menn
tóku sumum tillögum Skipulagsnefndarinnar. Það
hefur gilt það sama og nú, að staðfesting skipu-
lagsáætlunar sem nær nokkra áratugi fram í tím-
ann er engin trygging fyrir framkvæmd skipulags-
ins.
J
54