AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Blaðsíða 57
Helstu erinkenni skripulagstrillagna
perirra Guðmundar og Guðjóns.
Guöjón Samúelsson og Guðmundur Hannesson
hafa veriö vel aö sér um ýmislegt í sambandi viö
skipulag erlendra bæja og ríkjandi hugmynda-
fræöi, eins og kemurfram í skrifum þeirra. Ákveðin
áhrif alþjóölegra skipulagshugmynda á skipulags-
gerö þeirra eru hinsvegar umdeilanleg. Þau sjáv-
arþorp og bæir sem þeir félagar skipulögöu á
tímabilinu 1924 til 1938 buöu ef til vill ekki upp á
mörg tækifæri til aö staöfæra erlendar skipulags-
hugmyndir sem notaðar höföu veriö á stærri borg-
arsvæðum. Skipulag í stærri bæjunum, Reykjavík,
Hafnarfiröi, Akureyri, ísafiröi, Siglufirði, Keflavík og
Akranesi heföi þó átt aö bjóöa upp á ýmsa mögu-
leika.
f skipulagstillögum þeirra Guðmundar og
Guðjóns má þó merkja áhrif frá skipulagi breskra
fyrirmyndarbæja, s.s. frá Port Sunlight og Bourne-
ville sem byggðir voru í lok 19. aldarinnar. Þessi
áhrif eru merkjanleg varöandi húsaskipan á bygg-
ingarreiti, mótun götumyndar og torga. Eins viröist
votta fyrir ýmsum áhrifum frá skipulagsfræöi
Raymonds Unwin, þess sem skipulagði fyrstu
garöborgirnar, þó erfitt sé aö henda reiður á aö
áhrifin komi beinlínis úr hans verkum.
Áhersla Guðmundar og Guðjóns á samfelldar
húsaraðir, einkum á miösvæöum þar sem
þungamiðja bæjarins var gjarnan sköpuö viö opið
torg, og á sambyggð hús fremur en stakstæö
einbýlishús var sem rauöur þráöur í tillögum þeir-
ra. Einnig var áhersla þeirra félaga á bogadregnar
götur, sem oft fylgdu landslagi, áberandi í mörgum
tillögum þeirra þó reglubundiö gatnakerfi hafi verið
algengari lausn.
Eitthvaö virðist draga úr áherslum þeirra á rand-
byggö og sambyggð hús þegar líöur á starf þeirra
Skipulag Vestmannaeyja frá 1932. I tillögunni koma
greinilega fram áherslur Guðjóns og Guðmundar á
samfelldar húsalengjur, sambyggingar, torgmyndarnir
og bogadregnar götur.
á seinni hluta 4. áratugarins. Hugmyndin um sam-
byggingar hefur ekki alls staöar átt upp á pallborð-
iö. í skipulagslýsingu fyrir Patreksfjörö frá 1937
segir: „Á uppdrættinum eru nálega allsstaöar sýnd
dreifö sundurlaus hús. Slík hús kjósa nú flestir, og
eru þau þó dýrari og kaldari en sambyggingar."1
Annað megineinkenni tillagna þeirra var áhersl-
an á aðgreiningu atvinnusvæöa og íbúðarsvæða.
Aögreining svæöa innan borga eftir landnotkun
var alþjóölegt fyrirbæri en erfitt er aö kenna þessa
reglu viö einhverja ákveðna hugmyndafræði en
** . f V“*. v#.
*..*;.»*
PATREKSFJÓROUK.
Hluti af staðfestu skipulagi Patreksfjarðar frá 1938. í
því skipulagi gætir nokkurra stefnubreytinga í áhersl-
um Guðmundar og Guðjóns og virðist sem, í Ijósi
reynslunnar frá öðrum stöðum, að hugmyndin um
sambyggingar víki fyrir sundurlausum sérbýlishús-
um.
þetta þótti sjálfsögð regla í skipulagsgerð á fyrri
hluta aldarinnar og þykir enn. Eftir iönbyltingu
sagöi heilbrigð skynsemi mönnum að nauðsynlegt
væri aö aöskilja íbúöarhverfi frá hinum mengandi
iönaöi. Aukin notkun bifreiöa jók síöar á þörfina aö
aðskilja íbúöarsvæöi frá öörum svæöum. Sömu-
leiðis lá þaö í hlutarins eöli í samfélögum vaxandi
markaöshyggju að staösetja ekki íbúðarhverfi þar
sem borgarlandiö var verðmætast. Vaxandi aö-
greining svæöa eftir notkun á 20. öldinni var því
óhjákvæmilegur fylgifiskur í þróun hins kapitalíska
borgarsamfélags. Skipulagsgerð yfirvalda ýtti enn
frekar undir þessa aðgreiningu, einkum á síðari
hluta 20. aldarinnar um þaö leyti sem raunveruleg
þörf fyrir aögreiningu svæöa fór minnkandi vegna
breytinga í atvinnuháttum.
Þróun hins síðborna og smávaxna þéttbýlis hér
á landi, fyrir daga skipulagsgerðar, haföi ekki leitt
til mikillar sérhæfingar svæöa. íbúöum og atvinnu-
húsnæöi ægöi víöa saman en vissulega mátti
einnig greina afmörkuð íbúöarhverfi í stærri bæj-
unum, einkum í Reykjavík og Akureyri. Þó tillögur
Guömundar og Guöjóns geröu fæstar ráö fyrir sér-
stökum afmörkuðum íbúöarhverfum kom skýrt
fram hvaöa götur væru íbúðagötur og hvaöa götur
væru ætlaðar undir verslun og aöra starfsemi.
55