AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Síða 59
lagsins og skipulagi landnotkunar. Þaö er því kald-
hæöni örlaganna aö þessum fagurfræöilegu atrið-
um var síst framfylgt í uppbyggingu þéttbýlisstaö-
anna. Staöfesting skipulags samkvæmt skipulags-
lögunum frá 1921 fól þaö í sér aö hver einasta
framkvæmd á viðkomandi staö átti aö vera í sam-
ræmi viö uppdráttinn. Hreppsnefndum og bygging-
arnefndum þeirra bar að hafa eftirlit meö fram-
kvæmdum á hverjum staö og því hvíldi framfylgd
skipulagsuppdráttanna aö stórum hluta á þeirra
heröum. Skipulagslögin kváðu á um aö húsa-
meistari eöa annar fagmaður skipaöur af Stjórn-
arráðinu heföi eftirlit á 5 ára fresti meö uppbygg-
ingu hvers kauptúns sem skipulagsuppdráttur var
samþykktur fyrir.5 Misbrestur varð á framkvæmd
þessa ákvæöis eins og var um mörg önnur í skip-
ulagslögunum. í reynd hvíldi eftirlit meö uppbygg-
ingu staðanna algjörlega á Skipulagsnefndinni en
samkvæmt lagabreytingu frá 1926 bar hrepps-
nefndum þeirra staða, þar sem skipulagsgerð var
hafin, aö leita umsagnar Skipulagsnefndar um öll
meiri háttar mannvirki.6
Bæjarstjórnir og hreppsnefndir sinntu því auö-
vitað misvel aö leita umsagnar Skipulagsnefndar
um einstakar framkvæmdir og skipulagsbreytingar
og því hafði Skipulagsnefndin misgóö tök á því aö
tryggja framfylgd skipulagstillagna. Eftir sem áöur
bar Skipulagsnefndin verulega ábyrgö á því aö
skipulagi var ekki betur fylgt eftir, því aö í mörgum
tilvikum gaf nefndin eftir þegar hreppsnefnd leitaöi
umsagnar um breytingu á skipulagstillögu og geröi
jafnvel breytingar í óþökk hreppsnefndar. Áriö
1933 lýsti hreppsnefnd Akraness sig ósammála
bráöabirgöa byggingarleyfi Skipulagsnefndar til
Haraldar Böðvarssonar og gat þess jafnframt aö
„ef svona undanþágur eru leyfðar telur nefndin sig
vanmáttuga aö framfylgja skipulagi kauptúnsins.”7
Þá voru mörg tilvik þess aö hreppsnefndir höföu
aö engu umsagnir Skipulagsnefndar og héldu sínu
striki og veittu byggingarleyfi sem fóru í bága viö
skipulagsuppdrátt.8
í einhverjum tilfellum hefur veriö ágreiningsefni
hvernig túlka bæri skipulagsuppdráttinn og þá
greinargerð sem honum fylgdi. Yfirleitt kom skýrt
fram á uppdráttunum hvernig skipan húsa var
hugsuö á byggingarreitum, afstaöa þeirra gagn-
vart götu og hvar voru leyfð marglyft hús og hvar
sundurlaus. Þrátt fyrir þaö viröist þaö einkum hafa
veriö á þessum vettvangi sem byggingarleyfi
hreppsnefnda fóru í bága viö skipulagshugmyndir
Guðmundar og Guöjóns. Skipulagsnefnd var held-
ur ekki saklaus í þessum efnum og var eftirgefan-
legri í þessum málum heldur en þegar um var aö
ræöa breytingu á legu gatna. Breytingar á staö-
setningu og útliti einstakra húsa gátu haft veruleg
áhrif á ásýnd bæjarins og brotið upp mótaöa hug-
mynd aö götumynd. Slíkar breytingar á skipulagi
leiddu gjarnan til fleiri undantekninga sem grófu
enn frekar undan upphaflegu skipulagshugmynd-
inni. í síðari skipulagstillögum Guömundar og
Guöjóns, þegar líöa fór á 4. áratuginn, viröist sem
tilskipanir þeirra um skipan húsa á byggingarreit-
um og lóðum veröi ekki eins nákvæmar og strang-
ar og áöur. Má vera aö þeir slaki á þessum
ákvæöum í Ijósi reynslunnar. í skipulagslýsingu
með staöfestu skipulagi fyrir Keflavík frá 1934
kemur eftirfarandi fram: „Húsaskipan á byggingar-
reitum ræöur hreppsnefnd að sjálfsögöu. Hún
hefur látiö þess getiö viö skipulagsnefnd, aö hún
geri frekast ráö fyrir dreiföum, einlyftum íbúöar-
húsum. Skipulagsnefnd vill benda á, aö þrátt fyrir
alla kosti, eru slík hús dýr, köld og óásjáleg, ef
stæröin er lítil. Hentugra er að byggja tvö og tvö
saman eöa jafnvel stærri hópa, og getur hver fjöl-
skylda haft sínar götudyr og allt sitt fyrir sig.”9
Rannsókn á framkvæmd skipulagsáætlana frá
tíö Skipulagsnefndar 1921 til 1938 hefur leitt í Ijós
Fræðimaðurinn Spiro Kostoff hefur gert tilraun til að
flokka þéttbýli eftir því hvort vöxtur þess hafi verið
skipulagður („planned/created") eða lífrænn („org-
anic /spontaneous"). Erfitt er að fella íslenskt þétt-
býli að þessu fiokkunarkerfi. í fljótu bragði, þegar
aðeins er litið á uppdrátt af gatnaskipulagi og lóða-
skipan, má greina mjög ákveðna reglufestu og hægt
að fullyrða að megnið af íslensku þéttbýli 20.aldar-
innar falli í fyrri flokkinn. Hinsvegar þegar litið er á
hús í eldri götum frá miðri öldinni, einkum við versl-
unargötur, virðist víða sem að hver bygging hafi
fengið að spretta uppúr jarðvegi síns tíma, með
sínum stíl og íburði, án nokkurs skipulags eða eftirlits
yfirvalda.
57