AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 61
minning Búrfellsvirkjun. GUÐMUNDUR KR. KRISTINSSON, arkitekt 5.7.1925 - 25.10.2001 eiðarleiki, nákvæmni, fágun og staðfesta eru eiginleikar sem koma upp í hugann, þegar ég minnist Guðmundar Kristins Kristinssonar, arkitekts. Við unnum aldrei saman, nema að félagsmálum, og hann var formaður Arkitektafélags íslands þegar mér var veitt innganga í það. Hann er mér og mörgum öðrum minnisstæður fyrir margra hluta sakir. í minningunni er Guðmundur Kr. líklega töluvert hærri en hann var í rauninni. Hann bar sig glæsi- lega, teinréttur, snyrtilegur til fara og með þver- slaufu. Hann talaði af sannfæringu, hafði greini- lega velt hlutunum vel fyrir sér og komizt að niður- stöðu, þar sem ekki var alltaf auðveldlega hægt að gefa mikið eftir. Hann umgekkst líka mikla prins- ippmenn í stéttinni: Gunnlaug Halldórsson, Hannes Kr. Davíðsson, Skúla Norðdahl og Ferd- inand Alfreðsson, og hafa ýmis mál verið krufin í baðstofunni í Nauthólsvík, sem þeir sóttu vikulega um langt árabil. Guðmundur Kr. var sonur blikksmiðs, sem rak lengi blikksmiðju í Vesturbænum. Af föðurnum hef- ur hann efalaust tamið sér öguð og nákvæm vinnubrögð, sem síðar einkenndu arkitektastörf hans. Eftir stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands 1946 hélt Guðmundur Kr. til Sviss og útskrifaðist frá Eidgenössische Technische Hochschule Zúrich sem fullnuma arkitekt 1953. Hann réðst í vinnu til Gunnlaugs Halldórssonar, sem stofnað hafði sína eigin teiknistofu í Reykjavík 1933, og fljótlega gekk Guðmundur Kr. inn í reksturinn hjá Gunnlaugi, Mávanes 7, Álftanesi. Hús Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 34. 59 HARALDUR HELGASON, ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.