AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 88

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 88
Form - efni - fyrirherit Miklu skiptir aö yfirbragö svo stórrar byggingar sem hér um ræöir búi í senn yfir þeirri síkviku spennu, sem hæfir framsæknu fyrirtæki, svo og þeirri sjálfsögöu tillitssemi er hæfir stööu hennar í borgarmyndinni. Tillagan er því grundvölluð á ögr- andi meöferð forma og markvissri notkun fárra en útvalinna byggingarefna. Þegar spenna leysist úr læöingi og verkar á mik- inn massa, verður útkoman oftar en ekki óvænt en heillandi. Hugmyndin aö húsinu snýst um spennu; þaö er eðli þeirrar starfsemi, sem þaö á hýsa, og því freistandi aö reyna aö endurspegla hana á raunsæjan hátt. Hábyggingu skrifstofuhússins er skipt í tvo hluta, sem mynda starfræna heild. Annar hlutinn, hinn eystri, er þungur og formlegur; viröulegur og traustur. Hinn hlutinn er andstæöa hans: spennandi og kvikur; gefur sterklega til kynna hreyfingu, hugarflug, forvitni, gleöi. Sveigj- an í byggingunni og hallandi, málmklæddur útflöt- ur þess skapa mikla dynamík er spilar á móti form- föstum, steinklæddum kassanum. Málmklæöning- in er aldrei eins; hún breytist eftir tíma og veöri, er öðruvísi blaut en þurr, á meðan nágranni hennar hímir þögull eins og bjarg, sem ekkert fær bifað. Báöir húshlutarnir eru fyrirferðarmiklir á sinn hátt; en rýminu á milli þeirra er ætlað aö milda andstæöurnar; það hefst á spegiltjörn á tveimur plönum, sem fylgir gestinum inní húsiö en endar í e-k stóru glertjaldi er afmarkar útlínur rýmisins. Hluti tjarnarinnar steypist sem fossveggur niöur í neðri hluta hennar og myndar þar umhverfi mötu- neytis og starfsmannaaöstööu. Notendavridmót - gestrir og herima- menn - móttaka og rimynd Gestir hússins koma strax í kjarna þess, hvolf- rýmið, sem tengir húshlutana saman, bæöi lárétt og lóörétt. Hvolfrýmið er jafnframt vettvangur fyrir upplýsingaveitu fyrirtækisins; þjónustufulltrúa, kaffihús, bankaþjónustu, barnahorn, kynningar- starfsemi og uppákomur; þaö tengist beint mötu- neyti og starfsmannarými á efri klöppinni. Hvolf- rýmiö gegnir lykilhlutverki í byggingunni, því það mótar ööru fremur viömót notandans til hússins. Fjölbreytt starfsemi og þjónusta OR endurspeglast í byggingu, þar sem afgerandi form og efnisval eiga möguleika á aö mynda sterka samræmda heild. Fjölbreyttir möguleikar skapast til aö láta húsiö endurspegla starfsemina meö mismunandi hætti, t..d. meö lýsingu innan frá, sem getur tekiö breytingum eftir árstíma. Tengsl og flaeðri Samgöngukerfi hússins byggist á hringsælis tengingu um hvolfrýmið í miöju hússins; göngum er haldið í lágmarki í skrifstofurýmunum, þar sem hvert rými vex í raun af ööru. Aðalsamgöngukerf- in eru því lóðréttar lyftu- og stigaleiöir og láréttar þvertengingar yfir í hvolfrýmið annarsvegar, en milli skrifstofuhúss og verkstæðis hinsvegar. í hús- inu veröa 3 lyftur; tvær í vesturhúsi og ein í aust- urhúsi. Fjórða lyftan er svo í verkstæðisbygging- unni. Staekkun Áöur hefur bent á mikilvægi þess, aö sterkt og afdráttarlaust form byggingarinnar takmarki ekki á nokkurn hátt notagildi hennar og þróunarmögu- leika. í því tilviki er nauðsynlegt aö skilgreina strax í upphafi hvernig bregöast megi viö aukinni hús- næöisþörf eöa breyttri nýtingu í framtíðinni. Bent hefur verið á þann kost, að stækka megi húsiö til austurs, þar sem bílageymsla myndi undirstööur burðarkerfis. Slík stækkun myndi jafnvel enn frek- ar undirstrika meginhugmynd hússins. 86

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.