AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 90

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 90
utandyra. Þakgarður á 6. hæð veitir enn eina vídd- ina í samspil manns og náttúru. Fossarnir í tjörn- inni og hringleikahús á suð-vesturhluta lóðarinnar mynda upphaf Ijósgeisla eða leiðara sem skjótast sem elding út frá tjörninni um garðrýmin og út í náttúruna. Ljósleiðararnir eru lýsandi hluti nets göngustíga, sem liggja um svæðið og tengja alda- mótagarðinn nærliggjandi umhverfi og byggð. Ljósasúlur eða viftur liggja meðfram geislunum og mynda lóðrétta snertingu við lárétta jörðina. Grasagarðurinn opnast út eftir Ijósgeislunum, manngerð náttúran leysist smám saman upp og tengist því ómanngerða eða lyngmóanum á suð- austurhluta lóðarinnar. Lyrigmóinn er einstakur á svæðinu vegna fjölbreyttrar gróðursamsetningar og náttúrugildis og því mikilvægt innlegg í grasa- garðinn. Lyngmóann ætti að vernda frá byggingar- framkvæmdum eftir því sem kostur er. Lýsing svæðisins alls er afar mikilvægur þáttur í umgjörð- inni allri og spila Ijósgeislarnir og súlurnar þar stórt hlutverk. Sérstaklega er hugað að aðgengi fyrir fatlaða og um aldamótagarðinn, enda er í garðin- um eitthvað við að vera fyrir alla aldurshópa. T.d. er gert ráð fyrir bolta- og leikvöllum á lóðinni til afnota fyrir starfsmenn í frítímum. Þá er auðvelt fyrir þá sem vinna á lóðinni við viðhald og ræktun að fara þar um, enda greið og bein tenging til og frá áhaldahúsi og verkstæði. ■ Höfundur: Kristinn E. Hrafnsson • Titill: VATN VATN • Staðsetning: Ægisíða Orkuveitan hefur frá stofnun átt frumkvæði að eða verið þátttakandi í stórum og smáum listviðburðum og menningar-tengdum uppákomum sem oft á tíðum hafa náð út fyrir landsteinana. Listamönnum hafa verið gefnar frjálsar hendur í einhverri tiltekinni sköpun sem stuðlað hefur að fjölbreyttari og frjórri menningarflóru á íslandi. Orkuveitan mun halda áfram á sömu braut og stuðla að skynsamlegri nýtingu menningarauðlindar þjóðarinnar. Orkuveita Reykjavíkur

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.