Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 8
8 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Góð og opinská samtöl við hjúkrunarfræðinga Fundaröð formanns og kjara- og réttindasviðs um landið Á vormánuðum fóru formaður og starfsfólk kjara- og réttindasviðs Fíh langþráða fundaröð um landið. Tilgangur fundanna var að heyra í félagsmönnum eftir veturinn og COVID- faraldurinn og einnig að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum varðandi sumarorlofstímann sem var fram undan. Á þessum fundum áttum við góð og opinská samtöl við hjúkrunarfræðinga. Farið var yfir orlofskafla kjarasamninga, hvernig mönnunin er á stofnunum, álagið og hvort hjúkrunar- fræðingar fái lögbundið sumarfrí. Samhliða þessum heim- sóknum var einnig fundað með stjórnendum stofnana. Tekið var samtal um styttingu vinnuviku í dagvinnu og betri vinnutíma í vaktavinnu en verkefnið hefur nú verið í gangi í rúmt ár. Hlutverk Fíh í verkefninu er að fylgjast með og greina framgang þess, sem og að eiga samtal við hjúkrunarfræðinga og greina ávinning og vankanta, með þá þætti að leiðarljósi sem gengið er út frá í verkefninu. Farið var yfir hvernig komandi kjarasamningar leggjast í hjúkrunarfræðinga ásamt samtali um aukagreiðslur sem sumar stofnanir hafa gripið til í faraldrinum. Rætt var um mönnunarviðmið hjúkrunarfræðinga, öryggismönnun, ábyrgð þjónustunnar og bréf frá Fíh vegna starfa nema. Sammála um að erfiðara sé að tryggja aðskilnað vinnu og einkalífs Fundirnir voru ólíkir en þó um margt samhljóða. Hjúkrunar- fræðingar hafa staðið vaktina með sóma í gegnum erfið tvö ár og eru þreyttir. Víða er ófremdarástand hvað varðar starfsumhverfi sem er búið að ganga nærri mannauði hjúkrunarfræðinga. Faraldurinn snerti alla hjúkrunarfræðinga og þjóðin sá það skýrt að ekki hefði verið hægt að komast í gegnum þetta jafnklakklaust, ef ekki hefði verið fyrir þeirra óeigingjörnu störf. Sífellt erfiðara hefur verið fyrir hjúkrunarfræðinga að tryggja aðskilnað vinnu og einkalífs vegna mikils áreitis um að koma til vinnu utan þeirra vinnuskyldu. Hvað er til ráða? Það er ýmislegt til ráða þó það muni reynast yfirvöldum krefjandi verkefni að bjarga því ástandi sem varað hefur verið við og er skollið á fyrr en búist var við. Hjúkrunarfræðingar eru í auknum mæli að leita á önnur mið til þess að hafa mannsæmandi laun og til að geta átt sitt einkalíf í friði. Nú þarf að velja, á að reyna að halda í hjúkrunarfræðinga eða á að keyra þá frekar út þar til það er enginn eftir á endanum til að sinna þeim sem þarf að sinna? Mikilvægt er að sett verði mönnunarviðmið og því sett takmörk hversu marga sjúklinga hver og einn hjúkrunarfræðingur getur sinnt. Ef launakjör og starfsumhverfi yrði bætt þá eru meiri líkur að halda þeim hjúkrunarfræðingum sem eru við störf áfram í starfi og jafnframt þá eru hjúkrunarfræðingar sem starfa ekki sem slíkir í dag sem gætu hugsað sér að koma til starfa ef þessir þættir væru bættir. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki samið um launakjör sín síðan 2011 og eru með tvo gerðardóma í farteskinu. Það var algjör samhljómur þegar hjúkrunarfræðingar voru spurðir hvað væri til ráða. Þeir vilja aukna mönnun hjúkrunarfræðinga, endurmat á launakjörum sinnar stóru kvennastéttar. Ásamt bættum aðbúnaði og því að það þurfi ekki að berjast fyrir öllu til þess að hægt sé að veita gæðaheilbrigðisþjónustu. Kjara- og réttindasvið Fíh Texti: Harpa Júlía Sævarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.