Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 11
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 11 Viðtal Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine í Gautaborg hefur ekki verið fylgst nógu vel með vinnuaðstæðum í þessum störfum og álag sem tengist stjórnun og skriffinsku er allt of mikið. Álagið hefur breyst í störfum hjúkrunarfræðinga, auknar kröfur eru frá bæði sjúklingum og aðstandendum, auk þess sem störfin eru mun flóknari í dag en áður. Það er miklu meira álag á starfsfólki í dag og ef fólk sem er undir miklu og langvarandi álagi getur ekki tekist á við það, getur það upplifað mikil kulnunareinkenni eins og til dæmis gífurlega þreytu og svefntruflanir, ásamt einkennum þunglyndis. Þetta getur haft áhrif á heilabúið sem virkar þá ekki eins og það á að gera og minnið getur versnað. Mikilvægast er að fólk sé meðvitað um þessi einkenni og bregðist við áður en það er of seint,“ segir hún. Margir sem fá kulnunargreiningu eru í raun að glíma við eitthvað annað en kulnun Hverjir eru líklegastir til að lenda í kulnun? „Það er ekkert einfalt svar við þeirri spurningu vegna þess að greining er óljós og mismunandi á milli landa. Hér í Svíþjóð eru margir að fá kulnunargreiningu en kemur svo í ljós að þessi einstaklingar eru í raun og veru að glíma við eitthvað annað, til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun, þunglyndi eða ADHD. Það er mjög mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og sé ekki greint með kulnun þegar um annað er að ræða. Mikilvægur þáttur við greiningu á kulunun er álagið. Fólk lendir í kulnun þar sem álagspunktar eru bæði heima og í vinnunni. Við sjáum það í okkar rannsóknum og á sjúklingamóttökunni þar sem allt að 500 sjúklingar hafa fengið meðhöndlun, að allir að glíma við of mikið álag, bæði í vinnu og einkalífi. Konur eru oftast í mestri hættu, ekki vegna kyns síns heldur vegna þess að þær vinna á vinnustöðum þar sem álag er gjarnan mikið eins og við sjáum í heilbrigðiskerfinu. Hlutfallslega eru konur fleiri í stétt hjúkrunarfræðinga og því fá hlutfallslega fleiri konur kulnunareinkenni. Það er mjög mikilvægt að ræða þetta því það er ákveðið vandamál að það sé endalaust verið að tala um þetta sem kvennavandamál en ekki sem vinnustaðavandamál eða samfélagsvandamál. Oft og tíðum eru það svo konurnar sem taka mestu ábyrgðina heima, við erum ekki komin alla leið í jafnréttismálum þótt margt hafi áunnist og breyst til hins betra. Fólk sem vinnur störf þar sem álagið er mikið, sem oft eru umönnunarstörf, og svo er líka álag heima fyrir og þetta gerir það að verkum að fólkið fær ekki andrými til að takast á við daginn og er líklegra til að fá kulnunareinkenni. Fólk getur til að mynda verið að ganga í gegnum erfiðan skilnaði, átt barn með sérþarfir og móður með krabbamein samhliða álagi á vinnustað, það er mjög sjaldgæft að við sjáum þessa einstaklinga í kulnun. Þetta er ekki bara vinnustaðavandamál, þetta er líka samfélagslegt vandamál. Við Íslendingar erum til að mynda gjörn á að þurfa að lifa lífinu á fullum hraða og lífsgæðakapphlaupið er mikið, það þarf oft og tíðum allt að vera fínt og flott og svo þarf að taka þátt í öllu og ekki má missa af neinu. Þetta gengur örugglega upp fyrir marga en það er alltaf ákveðinn hópur sem hefur ekki möguleika á því að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu en samfélagið ætlast einhvern veginn til þess að fólk taki þátt í því og það eitt og sér að upplifa að geta ekki tekið þátt í þessu lífsgæðakapphlaupi getur skapað streituálag á fólk.“ Svefntruflanir, stöðugar áhyggjur og gleymska Það er ekki bara lífgæðakapphlaupið sem skiptir máli að sögn Ingibjargar og aðrir þættir sem við höfum rætt hingað til, „fyrir utan álagsþættina skiptir persónuleikinn líka máli; einstaklingur sem setur miklar kröfur á sjálfan sig, er fullkomnunarsinni eða ber kannski eitthvað með sér úr uppeldinu sem hefur áhrif, tekur til að mynda alla hluti inn á sig og biður aldrei um hjálp er að öllum líkindum í meiri hættu á að lenda í kulnun en sá sem setur til dæmis ekki of mikla pressu á sig og kröfur.“ „... við megum heldur ekki vera hrædd við streitu, við erum gerð til þess að takast á við álag og þolum það vel en þurfum hvíld á milli.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.