Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 12
12 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 En hver eru þá fyrstu merki um kulnun? „Eitt af fyrstu einkennum kulnunar eru svefntruflanir, þ.e. fólk fer að sofa illa, vakna upp um miðjar nætur og getur ekki sofnað aftur. Það tekur vinnuna með sér heim og er með stöðugar áhyggjur sem það getur ekki losnað við og er kannski farið að gleyma hlutum. Áður en þetta gerist myndi ég halda að það væri gott fyrir okkur öll að staldra við öðru hvoru og skoða hvort maður sé í jafnvægi, bæði hvað varðar vinnu og einkalíf. Spyrja sig hvort mögulega þurfi að gera eitthvað til að fyrirbygga streitueinkenni. En við megum heldur ekki vera hrædd við streitu, við erum gerð til þess að takast á við álag og þolum það vel en þurfum hvíld á milli. Álag þarf ekki að vera hættulegt þótt það sé brjálað að gera í einhverjar vikur, til dæmis á vöktum eða í lífinu. Fólk lendir yfirleitt ekki í kulnun af því það er brjálað að gera í nokkrar vikur. Það er frekar þeir sem eru undir stöðugu álagi, án þess að fá frí og andrými í langan tíma.“ Sálfræðilegt vinnuálag Ingibjörg segir mikilvægt að ræða mismunandi álagspunkta á vinnustað. „Það er eitthvað sem við hjá ISM rannsökum mikið. Svo dæmi sé tekið þá getur vinnuálag hjá hjúkrunafræðing á bráðamóttöku verið mikið hvað varðar þann hluta sem snýr að sjúklingunum, þ.e.a.s hann er með marga sjúklinga og það er mikil keyrsla. Þetta er álag sem fylgir starfinu á bráðamóttöku og vant starfsfólk tekst oftast á við daginn með sinni kunnáttu og færni og yfirleitt er álagið viðráðanlegt. Aftur á móti getur svokallað sálfræðilegt álag á sama vinnustað haft allt önnur áhrif á líðan starfsfólks, svo sem þættir eins og óljósar vinnuskipanir, óskýr stjórnun, léleg samskipti og slæmur vinnustaðarandi. Þessi atriði skipta líka máli og ef sálfræðilegt vinnuálag er ekki gott er það oftar en ekki aðalástæðan fyrir þreytu starfsfólks. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að vinna með þetta sálfræðilega álag á vinnustöðum, það getur haft gífurleg áhrif sem forvarnir á kulnun,“ segir Ingibjörg. „Forvarnir hvað varðar hluti sem viðkomandi getur ekki breytt snúa að því að fá stuðning til að takast á við aðstæður og tryggja næginlega hvíld.“ Stuðningur og hvíld flýtir bata Hvað er fólk lengi að ná sér sem fer í kulnun? „Það er mjög einstaklingsbundið og það er einmitt eitt af okkar rannsóknar- verkefnum. Ef um kulnun vegna álags er að ræða og einstak- lingurinn fær stuðning til að takast á við álagspunktana ásamt þeirri hvíld sem að hann þarfnast, þá getur ferlið verið frekar stutt. Ef einkennin aftur á móti eru óbreytt eftir jafnvel þrjú til sex ár þá eru allar líkur á að það sé eitthvað annað en kulnun til staðar og það verður að greina til að einstaklingurinn fá rétta aðstoð. Þetta er nýr flötur á okkar rannsóknum sem við erum að skoða nánar. Við þurfum að reyna að greina þetta betur og komast að því hvað þetta annað er sem getur haft áhrif sem líkjast einkennum kulnunar.“ Forvarnir einstaklingsbundnar Aðspurð um forvarnir gegn kulnun segir Ingibjörg þær vera tvíþættar; „annars vegar hvað varðar eigin ábyrgð. Einstaklingar bera ábyrgð á einkalífi sínu og heilsu. Það er mikilvægt að fólk hugi að heilsu sinni og heimilisaðstæðum, við tökum líka öll ábyrgð á því samfélagi sem við lifum í og þeim kröfum sem við gerum og hvort við tökum þátt í lífgæðakapphlaupinu eða ekki. Hins vegar erum við að tala um forvarnir á vinnustað, þá er ég að vísa í skipulagið, vinnuaðstæður er varða stjórnun, Viðtal Ingibjörg í göngu með vinkonunum frá menntaskólaárunum. Á myndinni eru auk hennar Helga Guðmundsdóttir, Guðríður Anna Kristjánsdóttir, Gerður Gröndal, Anna Dóra Sæþórsdóttir og María Bjarnadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.