Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 24
24 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Það er mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun. Karlar og konur eiga að geta valið sér starfssvið eftir áhuga og hæfileikum óháð staðalmyndum. Kynskiptur vinnumarkaður orsakar meðal annars kynbundinn launamun2. Þá hefur verið sýnt fram á að vinnustaðamenning og framleiðni er almennt talin betri á blönduðum vinnustöðum3. Um helmingur skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga eru karlar og því má segja að hlutfall karla í hjúkrunarstéttinni sé í hrópandi ósamræmi við heildarmyndina í nútímasamfélagi. Eðlilegt er að kjölfestustarfsstétt eins og hjúkrunarfræðingar endurspegli fjölbreytileika samfélagsins sem hún þjónar, einnig hvað varðar kynjaskiptingu. Ef horft er til áskorana hvað varðar mönnun í íslenskri heilbrigðisþjónustu er ljóst að breyta þarf staðalmyndum þannig að karlar sjái hjúkrunarfræði sem áhugaverða menntun og framtíðarstarfsferil. Ólíklegt er að hægt verði að fylla stöður hjúkrunarfræðinga með nær einu kyni á komandi árum. Árið 2019 hóf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) samstarf við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og Landspítala um mótun framtíðarsýnar og langtímastarfsáætlunar um fjölgun karla í hjúkrun. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins var að standa fyrir könnun um karlkyns hjúkrunarfræðinga annars vegar á meðal almennings og hins vegar á meðal hjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun Í alþjóðlegri rannsókn frá árinu 2012 „Male nurses World wide“ kom fram að hlutfall karla sem störfuðu þá við hjúkrun á Íslandi var hvað lægst í heiminum ásamt Kína eða um eitt prósent. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga í Evrópu var á sama tíma að meðaltali um 5-10% og fór sú tala hækkandi, en sem dæmi þá voru 25% hjúkrunarfræðingar á Ítalíu karlkyns1. Árið 2022 er hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun á Íslandi 3% samkvæmt félagatali Fíh. Hlutfallið hefur hækkað á síðustu árum en ástæðan fyrir því er fjölgun karlkyns hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna. Í kjölfar þess að var ákveðið að halda rafrænt málþing 4. febrúar 2022 sem bar heitið Hjúkrun með mismunandi kynjagleraugum, þar voru meðal annars helstu niðurstöður könnunarinnar kynntar ásamt því að boðið var upp á ýmsa aðra áhugaverða fyrirlestra. Könnun Fíh um viðhorf til karlkyns hjúkrunarfræðinga Fyrirtækið Maskína sá um framkvæmd könnunarinnar fyrir Fíh. Könnunin var tvískipt þar sem annars vegar var leitast við var að skyggnast inn í viðhorf almennings til karlkyns hjúkrunarfræðinga og hins vegar viðhorf hjúkrunarfræðinga. Könnunin sem náði til almennings var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks á aldrinum 18 ára og eldri sem valinn var með tilviljunarkenndum hætti úr Þjóðskrá á netinu. Könnunin fór fram dagana 26. október til 3. nóvember 2021 og voru svarendur alls 806 talsins. Starfandi félagsmenn Fíh, alls 3.171 manns, fengu könnunina senda til sín rafrænt dagana 2. til 30. nóvember 2021 og henni var fylgt eftir með þremur áminningum til þeirra sem ekki höfðu þegar svarað, auk sms-skilaboða með vefslóð á könnunina. Að lokum var haft samband símleiðis við þá hjúkrunarfræðinga sem áttu eftir að svara. Alls svöruðu 1.358 félagsmenn Fíh eða 42,8%. Stjórn Fíh vill þakka hjúkrunarfræðingum fyrir þátttökuna en góð þátttaka er forsenda áreiðanlegra niðurstaðna. Nánari útlistun á úrtaki og svörun í könnuninni má sjá í töflu 1. Höfundar: Edda Dröfn Daníelsdóttir, Eygló Ingadóttir, Gísli Kort Kristófersson, Gísli Nils Einarsson og Hildur Sigurðardóttir Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.