Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 37
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 37 Meginmarkmið liðskiptaaðgerða er að minnka sársauka, auka líkamlega virkni, bæta heilsu og lífsgæði (Deng o.fl., 2018). Slitgigt leggst aðallega á eldra fólk, en talið er að um 80% fólks 75 ára og eldri glími við slitgigt af einhverri gerð (Sjöling o.fl., 2005) og getur gigtin valdið miklum sársauka, dregið úr virkni og getu til daglegra athafna og er kostnaðarsöm bæði fyrir samfélagið í heild og einstaklinginn sjálfan (Miao og Lin, 2018, Tay Swee Cheng o.fl., 2018). Þegar hreyfifærni er mjög skert og verkir miklir, líkt og er hjá einstaklingum sem glíma við slitgigt, hefur það áhrif á daglegar athafnir og lífsgæði sjúklingsins (Miao og Lin, 2018). Lokastig meðferðar við slitgigt er liðskiptaaðgerð (Didden o.fl, 2018; Miao og Lin, 2018). Liðskiptaaðgerðir eru með algengustu skurðaðgerðum í heiminum og eru framkvæmdar milljónir liðskiptaaðgerða á mjöðm árlega (Deng o.fl., 2018; Füssenich o.fl., 2019). Á tíu ára tímabili í kringum síðustu aldamót eða frá 1994 til 2004 fjölgaði liðskiptaaðgerðum á mjöðm tvöfalt í Bandaríkjunum og svipaðar tölur sáust einnig í Bretlandi (Deng o.fl., 2018). Aðgerðirnar hafa jafnframt verið með algengustu stærri aðgerðum hérlendis (Embætti landlæknis, 2021). Tíðni slitgigtar eykst í tengslum við aldur og hækkandi líkamsþyngd í hinum vestræna heimi og er algengari hjá konum (Hofstede o.fl., 2018), en talið er að um 10% karla og 18% kvenna glími við slitgigt (Neuprez o.fl., 2020). Geta heilbrigðiskerfisins til að framkvæma þann fjölda liðskiptaaðgerða sem talin er þörf á hefur ekki verið næg, hvorki erlendis (Füssenich o.fl., 2019) né hérlendis. Árið 2015 voru biðlistar eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm í sögulegu hámarki hérlendis og var sett af stað þriggja ára átak (2016, 2017 og 2018) til að fækka fólki á biðlista eftir völdum aðgerðum, m.a. liðskiptaaðgerðum á mjöðm (Velferðarráðuneytið, 2016). Reyndin varð að heildarfjöldi á biðlista fór úr 523 í október 2015 niður í 337 árið 2018 en hefur aukist síðan og var í september 2020 orðinn 415 (Agnes Gísladóttir o.fl., 2020). Aðgerðum hefur jafnframt fækkað frá því átakinu lauk (Embætti landlæknis, 2021a). Meginástæður aukningarinnar eru taldar vera aukin eftirspurn og að sjúkrahúsin nái ekki að anna eftirspurninni (Alma D. Möller, 2019). Lengri biðtíma eftir liðskiptaaðgerð fylgja meiri verkir, minnkuð hreyfigeta, minnkuð lífsgæði sjúklinga og minnkuð geta til að sjá sjálfur um athafnir daglegs lífs (Larsen o.fl., 2010; Tay Swee Cheng o.fl., 2018). Jafnframt eykst kvíði fyrir aðgerðinni sjálfri og andlegt ástand fyrir aðgerð versnar (Sjöling o.fl., 2005). Lífsgæði er hugtak sem er oft notað í hjúkrunarrannsóknum sem útkomubreyta til að lýsa almennri vellíðan einstaklings (Fulton o.fl., 2012). Hugtakið er almennt tengt jákvæðum þáttum lífsins eins og hamingju, heilsu, vellíðan og lífsánægju og felur í sér þá undirliggjandi forsendu að góð heilsa merki ekki endilega hamingju eða gott líf og hins vegar að heilsubrestur sé ekki sjálfkrafa vísbending um óhamingju eða minnkandi lífsánægju (Moons o.fl. 2006). Í tengslum við heilsu og sjúkdóma er iðulega vísað til heilsutengdra lífsgæða og hafa þau verið skilgreind sem „margþætt hugtak sem felur í sér svið sem tengjast líkamlegri, andlegri, tilfinningalegri og félagslegri virkni. Það gengur lengra en beinar mælingar á lýðheilsu, lífslíkum og dánarorsökum gera og beinist að áhrifum heilbrigðisástands á lífsgæði“ (WHO, 2020). Rannsóknir sýna að heilsutengd lífsgæði aukast hjá flestum í kjölfar liðskipataðgerðar (Árún K. Sigurðardóttir INNGANGUR JÓHANNA SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR hjúkrunarframkvæmdarstjóri Skjólgarður og Vígdísarholti ehf. HERDÍS SVEINSDÓTTIR prófessor Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Aðgerðarsvið Landspítala Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm: Lýsandi ferilrannsókn Ritrýnd grein | Peer review Höfundar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.