Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 39
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39 Ritrýnd grein | Peer review svarað var á T1 afhentan og var beðinn um að svara strax. Sá listi var á pappír en þátttakendur gátu valið um að svara síðari listunum á netinu. RedCap-hugbúnaðurinn (e.d.) var notaður við öflun upplýsinga á netinu. Síðari spurnigalistarnir voru póstlagðir eða slóð á rafrænan lista send í tölvupósti tæpum sex vikum og sex mánuðum eftir útskrift. Áminning var send í SMS og tölvupósti tvisvar eftir það. Þetta ferli var endurtekið hjá þeim sem ekki höfðu svarað tveim vikum síðar. Siðfræði Leyfi til rannsóknarinnar fékkst hjá Vísindasiðanefnd (nr. 15-040-V1) auk þess að framkvæmdastjórar lækninga hjá Þættir Lýsing Fjöldi spurninga (atriða) og dæmi Líkamleg virkni Líkamleg virkni endurspeglar mismunandi atriði í líkamlegri starfsemi og skoðar allt frá alvarlegum til minniháttar líkamlegra takmarkana. Fleiri stig gefa til kynna verulegar takmarkanir á líkamlegri virkni; færri stig endurspegla litlar sem engar slíkar takmarkanir. Þátturinn tekur til 10 atriða og er dæmi: Takmarkar heilsa þín núna að þú getir framkvæmt þessar athafnir? (á við um dæmigerðan dag): • lyfta eða bera innkaupapoka • hlaupa, lyfta þungum hlutum, taka þátt í áreynsluíþróttum • Ganga upp nokkrar hæðir Svarmöguleikar: Já, takmarkar heilmikið; já takmarkar dálítið; nei, takmarkar alls ekki. Líkamlegt hlutverk Líkamlegt hlutverk nær yfir fjölda atriða sem tengjast líkamlegri heilsu og sem takamarka getu til að sinna ákveðnum hlutverkum. Færri stig endurspegla vandamál í vinnu eða annarri starfsemi sem tengjast líkamlegum vandamálum; fleiri stig gefa til kynna lítil sem engin vandamál því tengt. Þátturinn tekur til 4 atriða og er dæmi: Hversu oft á undanförnum 4 vikum hefur þú átt við eftirfarandi vandamál að stríða í daglegu lífi eða starfi af heilsufarsástæðum? • eyddir minni tíma í vinnu eða aðrar athafnir • takmarkaðir þig við sum störf eða athafnir Svarmöguleikar alltaf til aldrei (5 stig) Líkamlegir verkir Líkamlegir verkir snýr að styrk líkamlegra verkja og truflun á vinnu vegna verkja. Færri stig gefa til kynna mikinn sársauka sem hefur áhrif á daglegar athafni; fleiri stig gefa til kynna lítinn sársauka og engin áhrif á daglegar athafnir. Þátturinn tekur til 2 atriða: • Hversu mikið hefur þú fundið fyrir verkjum undanfarnar 4 vikur? Svarmöguleikar frá ekkert til mjög mikið (6 stig) • Hversu mikið trufluðu verkir þín venjubundnu störf undanfarnar 4 vikur (bæði störf utan heimilis og heimilisstörf)? Svarmöguleikar frá alls ekkert til gríðarlega (5 stig) Almennt heilsufar Almennt heilsufar fjallar um skoðanir og væntingar þátttakenda til heilsu hans eða hennar. Færri stig gefa til kynna að sjálfmetin almenn heilsa sé léleg og líkleg til að versna; fleiri stig endurspegla mjög góða sjálfmetna heilsu. Þátturinn tekur til 5 atriða og er dæmi: Hversu SÖNN eða ÓSÖNN er sérhver eftirtalinna fullyrðinga að þínu mati? • Ég virðist veikjast fremur en aðrir • Ég er afskaplega heilsuhraust(ur) Svarmöguleikar algerlega sönn til algerlega ósönn (5 stig) Lífsþróttur Lífsþróttur horfir til orku og úthalds og var þátturinn þróaður til að fanga mun á huglægri líðan. Færri stig gefa til kynna þreytutilfinningu og að vera útkeyrð(ur); fleiri stig endurspegla tilfinningu þess að vera fullur af orku yfirleitt eða alltaf. Þátturinn tekur til 4 atriða og er dæmi: Hversu oft á undanförnum 4 vikum… • Hafðir þú mikla orku? • Fannst þér þú vera úrvinda? Svarmöguleikar alltaf til aldrei (5 stig) Félagsleg virkni Félagsleg virkni metur að hvaða marki heilsa eða tilfinningaleg vandkvæði takmarka félagslega virkni t.d. í samskiptum við vini og fjölskyldu. Færri stig tengist mikilli eða tíðri truflun á félagsstarfsemi vegna líkamlegra eða tilfinningalegra vandamála; fleiri stig endurspeglar að slík truflun sé ekki til staðar. Þátturinn tekur til 2 atriða og er dæmi: • Hversu oft hefur líkamleg heilsa þín eða tilfinningaleg vandamál truflað félagslíf þitt (t.d. að heimsækja vini eða ættingja) undanfarnar 4 vikur? Svarmöguleikar alltaf til aldrei (5 stig) Tilfinningalegt hlutverk Tilfinningalegt hlutverk metur að hve miklu leyti tilfinningaleg vandamál takmarka daglegar athafnir fólks. Færri stig benda til vandamála í vinnu eða annarra daglegra athafna vegna tilfinningalegra vandamála; fleiri stig endurspegla engar takmarkanir vegna tilfinningalegra vandamála. Þátturinn tekur til 3 atriða og er dæmi: Hversu oft á undanförnum 4 vikum hefur þú átt við eftirtalin vandamál að stríða í daglegu lífi eða starfi vegna tilfinningalegra vandamála (t.d. kvíða eða depurðar)? • Eyddir minni tíma í vinnu eða aðrar athafnir • Áorkaðir minna en þú vildir Svarmöguleikar alltaf til aldrei (5 stig) Geðheilsa Geðheilsa metur andlega líðan einstaklingins. Færri stig benda til að upplifun þunglyndis sé algeng og líka til þess að vera mjög taugatrekkt(ur); fleiri stig endurspegla upplifun friðar, hamingju og jafnvægis. Þátturinn tekur til 5 atriða og er dæmi: Hversu oft á undanförnum 4 vikum … • Hefur þú verið hamingjusöm/hamingjusamur?? • Hefur þú verið mjög taugaóstyrk(ur)? Svarmöguleikar alltaf til aldrei (5 stig) Tafla 1. Lýsing á þáttum SF-36v2 og dæmi um spurningar Landspítalanum og SAk veittu samþykki fyrir rannsókninni líkt og kveðið er á um í lögum. Gagnagreining Við úrvinnslu gagna var notað tölfræðiforritið SPSS (e. statistical package for the social sciences), útgáfu nr. 24 (IBM Corp, 2020). Gögn sem aflað var með SF-36v2 voru greind með notkun SF-36v2-hugbúnaðarins, en það er stöðluð greining sem unnin er eftir nákvæmum leiðbeiningum höfunda og greinir stig flokka og þátta heilsutengdra lífsgæða. (Maruish, 2011). Við úrvinnsluna eru svör spurninga umreiknuð þannig að stig flokka og þátta ná frá 0-100. Allar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.