Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 46
Þróun andlegra og líkamlegra heilsufarseinkenna, vinnuálags og veikindafjarvista starfsfólks í umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða hjá 12 íslenskum sveitarfélögum er rannsökuð yfir tímabilið 2010 til 2019, sem og möguleg tengsl hennar við efnahagskreppuna 2008. Einnig er dreginn lærdómur af þeirri kreppu fyrir þá sem við stöndum frammi fyrir vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Þýðisrannsókn sem byggir á langtímapanelgögnum þar sem sömu einstaklingum var fylgt eftir árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019. Netfangalistar fengust hjá mannauðsstjórnum sveitarfélaganna. Gagnagreiningin byggir á svörum 108 starfsmanna sem svöruðu spurningalistunum í öll skiptin. Af þeim voru 84,3% konur og 15,7% karlar, sem endurspeglar ágætlega kynjaskiptinguna í umönnunarstörfum sveitar- félaganna. Marktækni var mæld með Cochrans Q-prófi fyrir endurteknar mælingar, Pearson kí-kvaðratprófi og dreifigreiningu fyrir endurteknar mælingar. Sjálfmetin líðan starfsfólks í umönnunarstörfum sveitar- félaganna, mælt í andlegum og líkamlegum einkennum, veikindafjaravistum, læknisheimsóknum og því að mæta veik til vinnu vegna álags versnaði að nokkru leyti í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Marktækt fleiri höfðu mætt veikir til vinnu vegna álags í síðari fyrirlögnum spurningalistans en þeirri fyrstu. Andlegri líðan hrakaði fremur en líkamlegri og tengsl voru á milli mikils vinnuálags og verri andlegrar líðanar. Sama mynstur kom fram hjá konum og körlum. Þegar spurt var um heilsufarseinkenni komu fram marktækar breytingar, til hins verra, í átta af þeim fjórtán einkennum sem spurt var um. Sá lærdómur sem við getum dregið af efnahagskreppunni 2008 fyrir kreppuna sem við nú stöndum frammi fyrir vegna COVID-19 faraldursins er að hún mun líklega hafa neikvæð áhrif á líðan tiltekinna starfshópa nokkrum árum eftir að við höfum náð tökum á faraldrinum. Full ástæða er til að brýna þau sem bera ábyrgð á hjúkrun og starfsmannaheilsuvernd að vera vakandi gagnvart vinnutengdri líðan starfsfólks vegna þeirra áhrifa sem efnahagskreppan af völdum COVID-19 faraldursins getur haft. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Rannsóknin veitir nýja þekkingu á því hvernig tilteknir heilsufarsþættir, einkum andlegs eðlis, þróuðust í neikvæða átt hjá starfsfólki í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 og fjárhags- legur samdráttur var sem mestur innan sveitarfélaganna. Hagnýting: Aukin þekking og dýpri skilningur á tengslum efnahagskreppa og vinnutengdri líðan starfsfólks sem stýrir og starfar við hjúkrun brýnir þau sem bera á starfsmannaheilsuvernd til að vera vel vakandi gagnvart vinnutengdri líðan, einkum andlegri líðan, á erfiðum tímum eins og í COVID-19 heimsfaraldrinum. Þekking: Niðurstöðurnar dýpka þekkingu á tengslum efnahagskreppa við vinnutengda líðan einstaklinga sem stýra og starfa við hjúkrun og veita þar með betri forsendur en ella til að sinna umönnunarstarfinu á farsælan hátt, ekki síst á tímum samdráttar. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Hjúkrunarfræðingar, hvort sem um ræðir við stjórnun eða almenna hjúkrun, geta hagnýtt þekkinguna til að fyrirbyggja og þekkja merki um aukinn heilsufarsvanda meðal starfsfólks í umönnunarstörfum sem skapast getur á krepputímum. Einnig getur þekkingin gert hjúkrunarfræðinga læsari á eigin starfslíðan. Ritrýnd grein | Peer review Veikindi og veikindafjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögum. Hvað getum við lært af bankahruninu 2008? Lykilorð: Efnahagskreppur, hjúkrun, sjálfmetin heilsa, veikindafjarvistir, vinnuálag

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.