Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 48
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 hafi hingað til fremur verið beint að líðan þeirra sem missa vinnuna á krepputímum, en hinna sem eru í starfi. Þessi rannsókn, sem fjallar um þróun líðanar og veikinda- fjarvista starfsfólks sem hefur sinnt umönnunarstörfum hjá íslenskum sveitarfélögum í kjölfar efnahagskreppunnar á Íslandi 2008 er innlegg í þá umræðu. Rannsóknin er ekki síst mikilvæg nú þegar við stöndum frammi fyrir djúpri efnahagskreppu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á efnahagslífið. Það að rannsaka líðan starfsfólks sveitarfélaga á krepputímum er mikilvægt því sveitarfélögin eru stór vinnuveitandi sem gegnir veigamiklu hlutverki í samfélaginu vegna lögbundinnar þjónustu sem þau veita. Starfsfólk sveitarfélaganna er í miklu samneyti við fjölskyldur landsins og líðan þess getur verið ákveðin vísbending um líðan þjóðarinnar. Tilgangur rannsóknarinnar er því að skoða líðan; nánar tiltekið þróun andlegra og líkamlegra heilsufarseinkenna, vinnuálags og veikindafjarvista starfsfólks í umönnunarstörfum hjá 12 íslenskum sveitarfélögum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008, en niðurskurður fór fyrst að hafa veruleg áhrif á sveitarfélögin u.þ.b. tveimur árum eftir fall bankanna eða árið 2010. Það var ekki fyrr en árið 2015 sem hagur þeirra batnaði á ný (Hagstofa Íslands e.d.a). Þátttakendur voru beðnir að svara spurningunum árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 með tilliti til þess hvernig þeir hefðu upplifað tiltekna heilsufarsþætti í 12 mánuði áður en spurningalistinn var lagður fyrir. Heilsufarsþættirnir sem voru til skoðunar eru: a) Verið frá vinnu vegna veikinda. b) Mætt veik/ur til vinnu, vegna álags í vinnunni. c) Leitað til læknis vegna veikinda/heilsubrests sem rekja má til aðstæðna í vinnunni. d) Breyting á sjálfmetinni andlegri og líkamlegri heilsu. e) Einkenni og verkir sem höfðu truflað daglegt líf. Einnig var skoðað hvort bakgrunnsþættirnir kyn, aldur, upp- sagnir og álag á vinnustaðnum hefðu tengsl við áðurnefnd atriði. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að hún varpar ljósi á þróun líðanar starfsfólks í umönnunarstörfum á Íslandi í rúman áratug eftir efnahagskreppuna 2008. Rannsóknin er framlag til fræðilegrar og hagnýtrar þekkingar á vinnutengdri líðan í kjölfar efnahagskreppa, en þá þekkingu má nota til að skipuleggja uppbyggingu á heilsutengdum frum- og síðforvörnum í tengslum við starfsmannaheilsuvernd og hjúkrun. Slíkt er ávallt mikilvægt, en ekki síst nú í ljósi efnahagskreppunnar sem fram undan er vegna kórónuveirufaraldursins. Sérstaða rannsóknarinnar er að hún er megindleg langtíma- panel-rannsókn. Sömu spurningarnar voru lagðar fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum á öldrunarstofnunum og sambýlum fyrir fatlaða og geðfatlaða hjá íslenskum AÐFERÐ Veikindi og veikindafjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum sveitarfélögum í fimm skipti, eða árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019. Sömu einstaklingum var fylgt eftir á þessu tímabili og þannig hægt að sjá þróun svara, óháð því hvernig annað (nýtt) starfsfólk svaraði spurningunum. Fyllstu persónuverndarsjónarmiða var gætt og var rannsóknin samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSN 10-007) og tilkynnt til Persónuverndar (S4634/2010). Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í rannsókninni komu frá 12 sveitarfélögum (fjórir af höfuðborgarsvæðinu og átta af landsbyggðinni). Mannauðsstjórar sveitarfélaganna afhentu netföng alls starfsfólks sem var í umönnunarstörfum hjá sveitarfélaginu á hverjum tímapunkti fyrir sig. Beiðni um þátttöku var send í tölvupósti til 268 manns í umönnunarstörfum í upphafi árs 2010, á vordögum 2011, í upphafi árs 2013 og á haustdögum 2015 og 2019. Starfsfólkið samþykkti þátttöku með því að opna tengil með spurningalistanum sem fylgdi tölvupóstinum. Spurningalistinn var fylltur út og sendur inn nafnlaust. Aftast í spurningalistanum voru hins vegar fjórar spurningar sem saman mynduðu ópersónugreinanlegan kóða fyrir hvern einstakling, sem enginn þekkir nema viðkomandi. Sá kóði var síðan notaður til að para saman þátttakendur á milli fyrirlagna, svo unnt væri að fylgjast með þróun svaranna. Alls 108 einstaklingar í umönnunarstörfum svöruðu spurningalistanum í öll fimm skiptin og gáfu upp kóðann til að para saman svörin, eða 38% af upphaflegum fjölda þátttakenda. Af þeim voru 84,3% konur og 15,7% karlar sem endurspeglar vel hlutfall kynjanna á þessum vinnustöðum. Af persónuverndarástæðum var ekki spurt um starfsstétt viðkomandi og því er ekki gerður greinarmunur á því hvort þátttakandinn var hjúkrunarfræðingur, sjúkraliði, ófaglærður eða faglærður starfsmaður sem sinnti umönnun íbúa á viðkomandi stofnunum. Meðalaldur þátttakenda var 50,5 ár miðað við árið 2019, tæp 48 ár hjá körlum og rúm 51 ár hjá konum. Hafa ber í huga að 38% þátttakenda af upprunalegu þýði telst gott þar sem rannsóknin hefur staðið yfir í níu ár og því eðlilegt að einhver hluti starfsfólksins hafi hætt á tímabilinu, farið á eftirlaun eða skipt um starfsvettvang. Einnig er möguleiki að einhver hluti hafi ekki gefið upp kóðann til að para saman gögnin í einhverri fyrirlögninni. Þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem rannsakaðir voru minnki til muna við það að vinna einvörðungu með pöruð gögn, þá lítum við svo á að það sé mikilvægt að vinna með pörun í rannsókn sem þessari, svo hægt sé með vissu að fjalla um þróun líðanar hjá sömu einstaklingum yfir tímabilið. Mælitæki Í rannsókninni var stuðst við spurningar frá Embætti landlæknis úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga (Lýðheilsustöð, e.d.) og úr Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni (Lindström o.fl., 2000) í þýðingu Hólmfríðar K. Gunnarsdóttur. Svarendur mátu sjálfir andlega og líkamlega heilsu sína síðastliðna 12 mánuði á hverjum tímapunkti í rannsókninni, eða í fimm skipti. Það gerðu þeir með því að svara spurningum um andlega og líkamlega líðan sína. Þó svo að það að byggja á sjálfmetinni heilsu í rannsóknum hafi sætt gagnrýni fyrir að vera of huglæg nálgun, þar sem um svör við spurningalista er að ræða en ekki læknisskoðun með heilsufarsmælingum eða skráðar heilsufarsupplýsingar, þá hefur verið sýnt fram á að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.