Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 49
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 49
Ritrýnd grein | Peer review
Tafla 1 sýnir hlutfallstölur fyrir dagafjölda frá vinnu vegna
veikinda, í vinnu þrátt fyrir veikindi og skipti sem leitað
var til læknis vegna veikinda sem rekja má til aðstæðna í
vinnunni árin 2010-2019. Ef horft er á þau sem hafa aldrei
verið frá vinnu vegna veikinda sést að þeim fækkar við
fyrstu þrjár fyrirlagnirnar sem bendir til aukinna veikinda.
Munurinn á hlutfalli þeirra sem höfðu verið frá vinnu vegna
veikinda á síðustu tólf mánuðum og þeirra sem höfðu aldrei
verið frá vinnu reyndist þó ekki marktækur (χ2
(4, 108) = 2,29, p
= 0,68). Einnig má sjá að hlutfallslega fleiri höfðu einhvern
tímann mætt veikir til vinnu vegna álags í síðari fyrirlögnum
spurningalistans en þeirri fyrstu og reyndist munurinn á milli
fyrirlagna marktækur (χ2
(4, 108) = 16,31, p < 0,05). Tilhneigingin
er sú að aukning varð fram til ársins 2013 á hlutfalli þeirra sem
segjast hafa mætt veikir til vinnu vegna álags, en þeim fer svo
aftur fækkandi. Algengi þess að hafa leitað til læknis vegna
veikinda/heilsubrests sem rekja má til aðstæðna í vinnunni
síðustu tólf mánuði jókst stöðugt á rannsóknartímanum, fór
úr tæpum 14% árið 2010 í rúm 33% árið 2019 (χ2
(4, 108) = 18,15,
p < 0,05).
NIÐURSTÖÐUR
slíkar upplýsingar geta verið góður mælikvarði á andlega og
líkamlega heilsu fólks (Crossley og Kennedy, 2002; Ferrie o.fl.,
2005; Forsberg, 2020; Voss o.fl., 2008).
Veikindi og veikindafjarvistir voru mæld með spurningunum:
(1) Hve marga daga, ef einhverja, hefur þú verið frá vinnu
vegna veikinda á síðustu 12 mánuðum? Svarmöguleikar voru
fjórir; „aldrei“, „1-7 daga“, „8-14 daga“ og „meira en14 daga“.
(2) Hefur þú mætt veik(ur) í vinnu vegna álags á síðustu 12
mánuðum? Svarmöguleikar voru fjórir; „aldrei“, „1-3 sinnum“,
„4-6 sinnum“ og „oftar en 6 sinnum“. (3) Hefur þú leitað til
læknis vegna veikinda/heilsubrests sem þú rekur til aðstæðna
í vinnunni síðastliðna 12 mánuði? Svarmöguleikar voru tveir;
„já“ og „nei“.
Andleg og líkamleg heilsa var metin með tveimur spurningum:
(1) Hvernig metur þú andlega heilsu þína nú miðað við fyrir
einu ári síðan? (2) Hvernig metur þú líkamlega heilsu þína
nú miðað við fyrir einu ári síðan? Svarmöguleikar voru fimm;
„mikið betri nú en fyrir einu ári“, „nokkru betri nú en fyrir einu
ári“, „nokkurn veginn eins og fyrir einu ári“, „nokkru verri nú
en fyrir einu ári“ og „miklu verri nú en fyrir einu ári“.
Einkenni og verkir voru metnir með spurningunni: Hefur
eitthvað af eftirfarandi einkennum eða verkjum truflað
daglegt líf þitt; þrekleysi, vöðvabólga, verkir í baki/herðum,
tíðir höfuðverkir, verkir í kvið, andþyngsli, svefnerfiðleikar,
þungar áhyggjur, kvíði, depurð, hjartsláttartruflanir, hækkaður
blóðþrýstingur, ristilkrampi eða kvef/umgangspestir?
Svarmöguleikarnir voru; „já“ eða „nei“ við hverjum lið fyrir sig.
Bakgrunnsbreytur í þessari greiningu voru kyn (kona/
karl), aldur (aldur í árum miðað við árið 2019), uppsagnir á
vinnustað (engar uppsagnir/uppsagnir) og vinnuálag (lítið
vinnuálag/mikið vinnuálag).
Tafla 1. Hlutfallstölur fyrir veikindi og veikindafjarvistir hjá starfsfólki í umönnunarstöfum hjá sveitarfélögum 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019
Fyrirlögn
2010
%
Fyrirlögn
2011
%
Fyrirlögn
2013
%
Fyrirlögn
2015
%
Fyrirlögn
2019
%
Hve marga daga, ef einhverja, hefur þú verið frá vinnu vegna
veikinda á síðustu 12 mánuðum?
Aldrei 17,6 13,9 12,0 16,7 13,9
1-7 daga 54,6 55,6 63,0 41,7 45,3
8-14 daga 17,6 15,7 13,0 31,4 31,5
>14 daga 10,2 14,8 12,0 10,2 9,3
Hefur þú mætt veik(ur) í vinnu vegna álags á síðustu 12 mánuðum?
Aldrei 44,4 24,1 28,7 35,2 34,3
1-3 sinnum 40,7 54,6 50,9 48,1 45,3
4-6 sinnum 11,1 13,0 11,1 10,2 16,7
> 6 sinnum 3,8 8,3 9,3 6,5 3,7
Hefur þú leitað til læknis vegna veikinda/heilsubrests sem
þú rekur til aðstæðna í vinnunni síðastliðna 12 mánuði?
Já 13,9 26,9 24,1 32,4 33,3
Nei 86,1 73,1 75,9 67,6 66,7
Gagnagreining
Cochrans Q-próf fyrir endurteknar mælingar var notað til að
skoða áhrif tíma á veikindafjarvistir, að mæta veikur í vinnu,
læknisheimsóknir, sjálfsmetna andlega og líkamlega heilsu,
einkenni og verki. Með endurteknum mælingum er átt við
að sömu einstaklingarnir svara sömu spurningunum á fimm
mismunandi tímapunktum og tölfræðiprófið tekur tillit til þess
að verið er að spyrja sömu einstaklingana aftur og aftur.
Dreifigreining fyrir endurteknar mælingar var notuð til að
skoða hvort breytingar á meðalfjölda andlegra og líkamlegra
einkenna væru háðar kyni, aldri, uppsögnum á vinnustað
og álagi. Marktæknikrafa var sett við öryggismörkin 0,05.
Tölfræðiforritið SPSS 26.0 var notað til að greina gögnin.