Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 50
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 * marktækt miðað við 95% öryggismörk Tafla 2. Hlutfall starfsfólks í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögunum sem metur andlega heilsu sína verri nú miðað við 12 mánuðum fyrr, árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 Fyrirlögn 2010 % Fyrirlögn 2011 % Fyrirlögn 2013 % Fyrirlögn 2015 % Fyrirlögn 2019 % Cochran‘s Q próf Heild: 18,5 31,5 34,3 28,7 24,1 13,94* Kyn: Karlar 11,8 47,1 47,1 35,3 29,4 9,54* Konur 19,8 28,6 31,9 27,5 23,1 6,42 Aldur: < 40 ára 30,0 40,0 35,0 30,0 15,0 4,38 41-50 ára 16,7 26,7 40,0 36,7 40,0 14,31* 51-60 ára 12,5 27,5 27,5 17,5 14,6 6,92 > 60 ára 22,2 38,9 38,9 38,9 29,4 3,00 Uppsagnir á vinnustað? Já 11,1 36,0 38,7 42,9 40,0 7,51 Nei 19,2 30,1 32,5 43,8 33,3 8,65 Vinnuálag: Lítið 15,4 25,9 32,1 28,8 24,6 3,19 Mikið 23,3 37,0 36,5 28,6 22,0 16,11* * marktækt miðað við 95% öryggismörk Tafla 3. Hlutfall starfsmanna sveitarfélaga í umönnunarstörfum sem metur líkamlega heilsu sína verri nú miðað við12 mánuðum fyrr, árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 Fyrirlögn 2010 % Fyrirlögn 2011 % Fyrirlögn 2013 % Fyrirlögn 2015 % Fyrirlögn 2019 % Cochran‘s Q próf Heild: 7,4 21,3 16,7 16,7 13,9 16,55* Kyn: Karlar 5,9 29,4 29,4 17,6 11,8 7,11 Konur 7,7 19,8 14,3 16,5 14,5 12,31* Aldur: < 40 ára 5,0 25,0 5,0 5,0 5,0 8,53 41-50 ára 10,0 13,3 10,0 10,0 13,3 2,48 51-60 ára 7,5 27,5 20,0 17,5 12,2 12,12* > 60 ára 5,6 16,7 33,3 38,9 29,4 11,68* Uppsagnir á vinnustað? Já 11,1 12,0 19,4 14,3 13,3 8,10 Nei 7,1 24,1 15,6 18,8 20,0 11,64* Vinnuálag: Lítið 3,1 9,3 10,7 13,5 12,3 4,08 Mikið 14,0 33,3 23,1 19,6 16,0 13,21* Veikindi og veikindafjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum Tafla 2 sýnir hlutfall starfsfólks sem mat andlega heilsu sína verri þegar spurningalistinn var lagður fyrir miðað við ári áður. Fram kom marktæk breyting á rannsóknartímanum þannig að hlutfall þeirra sem mátu andlega heilsu sína verri en ári áður hækkaði milli fyrstu þriggja fyrirlagnanna, mældist hæst í fyrirlögninni 2013 (34,3%) og lækkaði svo í síðustu tveimur fyrirlögnunum (p < 0,05). Niðurstöðurnar sýna sama mynstur þegar horft er til karla og kvenna, flokkaðra aldurshópa, uppsagna á vinnustað og vinnuálags. Einnig sýna niðurstöðurnar að marktækt samband var á milli þess að hafa upplifað mikið álag á vinnustaðnum og þess að meta andlega heilsu sína verri nú en fyrir 12 mánuðum (p < 0,05). Tafla 3 sýnir hlutfall starfsfólks sem mat líkamlega heilsu sína verri þegar spurningalistinn var lagður fyrir miðað við ári áður. Fram kom marktæk breyting á rannsóknartímanum þannig að hlutfall þeirra sem mátu líkamlega heilsu sína verri en ári áður hækkaði á milli fyrstu tveggja fyrirlagnanna. Hlutfallið mældist það sama í fyrirlögninni 2013 og 2015 (16,7% verri líkamleg heilsa) en lækkar svo í síðustu fyrirlögninni (p < 0,05). Niðurstöðurnar sýna svipað mynstur þegar horft er til karla og kvenna, flokkaðra aldurshópa, uppsagna á vinnustað og vinnuálags. Einnig kom í ljós að á vinnustöðum þar sem engar uppsagnir höfðu orðið mátu hlutfallslega fleiri líkamlega heilsu sína verri þegar leið á rannsóknartímann og fór hlutfallið úr rúmum 7% í 20% í fyrirlögninni 2019 (p < 0,05). Einnig kom fram marktækt samband milli þess að hafa upplifað mikið vinnuálag og þess að meta líkamlega heilsu sína verri nú en fyrir 12 mánuðum (p < 0,05). Tafla 4 sýnir einkenni eða verki sem hafa truflað daglegt líf starfsfólksins síðustu 12 mánuði fyrir hverja fyrirlögn. Sjá má marktæka breytingu á hlutfalli átta einkenna og verkja af 14 sem spurt var um. Algengast var að verkir í baki/herðum og vöðvabólga hefðu truflað daglegt líf starfsfólksins eða á milli 76 og 79% þeirra í öllum fyrirlögnum spurningalistans. Ekki var þó um marktæka aukningu að ræða á milli fyrirlagna.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.