Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 50
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 * marktækt miðað við 95% öryggismörk Tafla 2. Hlutfall starfsfólks í umönnunarstörfum hjá sveitarfélögunum sem metur andlega heilsu sína verri nú miðað við 12 mánuðum fyrr, árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 Fyrirlögn 2010 % Fyrirlögn 2011 % Fyrirlögn 2013 % Fyrirlögn 2015 % Fyrirlögn 2019 % Cochran‘s Q próf Heild: 18,5 31,5 34,3 28,7 24,1 13,94* Kyn: Karlar 11,8 47,1 47,1 35,3 29,4 9,54* Konur 19,8 28,6 31,9 27,5 23,1 6,42 Aldur: < 40 ára 30,0 40,0 35,0 30,0 15,0 4,38 41-50 ára 16,7 26,7 40,0 36,7 40,0 14,31* 51-60 ára 12,5 27,5 27,5 17,5 14,6 6,92 > 60 ára 22,2 38,9 38,9 38,9 29,4 3,00 Uppsagnir á vinnustað? Já 11,1 36,0 38,7 42,9 40,0 7,51 Nei 19,2 30,1 32,5 43,8 33,3 8,65 Vinnuálag: Lítið 15,4 25,9 32,1 28,8 24,6 3,19 Mikið 23,3 37,0 36,5 28,6 22,0 16,11* * marktækt miðað við 95% öryggismörk Tafla 3. Hlutfall starfsmanna sveitarfélaga í umönnunarstörfum sem metur líkamlega heilsu sína verri nú miðað við12 mánuðum fyrr, árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2019 Fyrirlögn 2010 % Fyrirlögn 2011 % Fyrirlögn 2013 % Fyrirlögn 2015 % Fyrirlögn 2019 % Cochran‘s Q próf Heild: 7,4 21,3 16,7 16,7 13,9 16,55* Kyn: Karlar 5,9 29,4 29,4 17,6 11,8 7,11 Konur 7,7 19,8 14,3 16,5 14,5 12,31* Aldur: < 40 ára 5,0 25,0 5,0 5,0 5,0 8,53 41-50 ára 10,0 13,3 10,0 10,0 13,3 2,48 51-60 ára 7,5 27,5 20,0 17,5 12,2 12,12* > 60 ára 5,6 16,7 33,3 38,9 29,4 11,68* Uppsagnir á vinnustað? Já 11,1 12,0 19,4 14,3 13,3 8,10 Nei 7,1 24,1 15,6 18,8 20,0 11,64* Vinnuálag: Lítið 3,1 9,3 10,7 13,5 12,3 4,08 Mikið 14,0 33,3 23,1 19,6 16,0 13,21* Veikindi og veikindafjarvistir starfsfólks í umönnunarstörfum Tafla 2 sýnir hlutfall starfsfólks sem mat andlega heilsu sína verri þegar spurningalistinn var lagður fyrir miðað við ári áður. Fram kom marktæk breyting á rannsóknartímanum þannig að hlutfall þeirra sem mátu andlega heilsu sína verri en ári áður hækkaði milli fyrstu þriggja fyrirlagnanna, mældist hæst í fyrirlögninni 2013 (34,3%) og lækkaði svo í síðustu tveimur fyrirlögnunum (p < 0,05). Niðurstöðurnar sýna sama mynstur þegar horft er til karla og kvenna, flokkaðra aldurshópa, uppsagna á vinnustað og vinnuálags. Einnig sýna niðurstöðurnar að marktækt samband var á milli þess að hafa upplifað mikið álag á vinnustaðnum og þess að meta andlega heilsu sína verri nú en fyrir 12 mánuðum (p < 0,05). Tafla 3 sýnir hlutfall starfsfólks sem mat líkamlega heilsu sína verri þegar spurningalistinn var lagður fyrir miðað við ári áður. Fram kom marktæk breyting á rannsóknartímanum þannig að hlutfall þeirra sem mátu líkamlega heilsu sína verri en ári áður hækkaði á milli fyrstu tveggja fyrirlagnanna. Hlutfallið mældist það sama í fyrirlögninni 2013 og 2015 (16,7% verri líkamleg heilsa) en lækkar svo í síðustu fyrirlögninni (p < 0,05). Niðurstöðurnar sýna svipað mynstur þegar horft er til karla og kvenna, flokkaðra aldurshópa, uppsagna á vinnustað og vinnuálags. Einnig kom í ljós að á vinnustöðum þar sem engar uppsagnir höfðu orðið mátu hlutfallslega fleiri líkamlega heilsu sína verri þegar leið á rannsóknartímann og fór hlutfallið úr rúmum 7% í 20% í fyrirlögninni 2019 (p < 0,05). Einnig kom fram marktækt samband milli þess að hafa upplifað mikið vinnuálag og þess að meta líkamlega heilsu sína verri nú en fyrir 12 mánuðum (p < 0,05). Tafla 4 sýnir einkenni eða verki sem hafa truflað daglegt líf starfsfólksins síðustu 12 mánuði fyrir hverja fyrirlögn. Sjá má marktæka breytingu á hlutfalli átta einkenna og verkja af 14 sem spurt var um. Algengast var að verkir í baki/herðum og vöðvabólga hefðu truflað daglegt líf starfsfólksins eða á milli 76 og 79% þeirra í öllum fyrirlögnum spurningalistans. Ekki var þó um marktæka aukningu að ræða á milli fyrirlagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.