Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 56
Hagkvæmni og árangur skipta miklu máli í heil- brigðisþjónustu. Skýr verksvið og góð samvinna heilbrigðisstarfsmanna getur haft góð áhrif á hvort tveggja, bætt starfsumhverfi og dregið úr starfsmannaveltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að hjúkrunarfræðingar hafi önnur og jákvæðari viðhorf til faglegrar samvinnu en læknar og stundum er ágreiningur milli fagstéttanna um hlutverk. Markmið rannsóknarinnar var að greina þau viðhorf sem ríkja til faglegrar samvinnu, hlutverka og ábyrgðar meðal svæfingalækna og svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi. Lýsandi samanburðarrannsókn. Í mars 2020 var send rafræn könnun til allra meðlima í Fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga (N = 115) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands (N = 53). Til að mæla viðhorf til faglegrar samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga var notast við Jefferson-mælitækið (heildarstig 15-60, fleiri stig benda til jákvæðara viðhorfs). Einnig var spurt um hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga. Notuð var lýsandi tölfræði og meðaltöl hópanna borin saman með t-prófi. Svarhlutfall var 56,0% (n = 94). Viðhorf svæfinga- hjúkrunarfræðinga til samvinnu (M = 53,5 ± 3,1) voru jákvæðari en viðhorf svæfingalækna (M = 47,6 ± 5,6) (p < 0,001). Tæplega helmingi þátttakenda fannst hlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi ekki vel skilgreint og skýrt og 72,3% svæfingalækna voru sammála um að meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga væri að framfylgja fyrirmælum svæfingalækna. Hlutfall svæfingalækna sem taldi að læknar ættu að hafa ráðandi vald í öllum heilbrigðismálum var tífalt hærra en hlutfall svæfingahjúkrunarfræðinga sem voru þessarar skoðunar. Viðhorf til samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi eru jákvæð. Viðhorf lækna til ráðandi valds og óljóst hlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga er þó áhyggjuefni. Þörf er á að móta ábyrgðar- og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga út frá hæfniviðmiðum, til að bæta gæði heilbrigðisþjónustu og auka starfsánægju. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Svæfingahjúkrunarfræðingur; svæfingalæknir; samvinna; viðhorf; Jefferson mælitækið. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Viðhorf sem ríkja til samvinnu meðal svæfingahjúkrunarfræðinga og svæfingalækna á Íslandi hafa ekki verið rannsökuð áður. Hagnýting: Aukin þekking á viðhorfum til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu og hvernig fagaðilar upplifa hlutverk og ábyrgðarskiptingu, getur nýst til að styrkja enn frekar góða samvinnu fagstéttanna og við að skilgreina starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga út frá hæfniviðmiðum og gæðastöðlum. Þekking: Rannsóknin eykur þekkingu á þeim viðhorfum sem ríkja til samvinnu, hlutverka og ábyrgðar í svæfingaþjónustu á Íslandi. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður rannsóknarinnar geta hvatt til umræðu um ábyrgðar- og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga, eflt enn frekar sterka fagstétt og góða teymisvinnu á skurðstofum og þannig dregið úr hlutverkatogstreitu í daglegum störfum í svæfingaþjónustu. Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi Ritrýnd grein | Peer review
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.