Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 59
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59 meðaltöl og staðalfrávik. Flokkabreytur voru bornar saman með Fishers-prófi. Niðurstöður mælitækisins voru dregnar saman sem meðaltöl fyrir hvorn hóp fyrir sig og einstakar spurningar, þemu og heildarstig borin saman með ópöruðu Welch t-prófi, sem tekur tillit til ólíkrar stærðar hópa. Við frekari samanburð á svörum voru þeir sem svöruðu frekar ósammála eða mjög ósammála sagðir ósammála fullyrðingu, en þeir sem svöruðu frekar sammála eða mjög sammála sagðir sammála fullyrðingu. Innri áreiðanleiki íslensku þýðingarinnar var metinn með alfastuðli og reyndist hann vera 0,75. Marktækni var skilgreind sem p < 0,05. Ritrýnd grein | Peer review Svarhlutfall var 56,0% (n = 94). Fullnægjandi svörun á Jefferson-mælitækið fékkst frá 86 þátttakendum. Áttatíu NIÐURSTÖÐUR Tafla 1. Bakgrunnur þátttakenda Tafla 2. Meðalstigafjöldi hópanna í hverju þema mælitækisins og heildarstigafjöldi Svæfingahjúkrunarfræðingar n = 61 Svæfingalæknar n = 19 (%) (%) p-gildi Kyn Karl 6,6 79,0 < 0,001 Kona 91,8 21,0 Svaraði ekki 1,6 0,0 Starfsaldur ≤ 10 ár 44,3 5,3 0,002 11-20 ár 27,9 36,8 > 20 ár 22,9 52,6 Svaraði ekki 4,9 5,3 Menntunarstig Bakkalárgráða 77,0 10,5 < 0,001 Meistaragráða 16,4 26,3 Doktorsgráða 0,0 21,1 Svaraði ekki 6,6 42,1 Starfshlutfall Ekki starfandi 11,5 0,0 < 0,001 < 50% 8,2 10,5 51-80% 50,8 0,0 81-100% 24,6 89,5 Svaraði ekki 4,9 0,0 Svæfingahjúkrunarfræðingar M ± sf Svæfingalæknar M ± sf p-gildi Sameiginleg menntun og samskipti í starfi 24,5 ± 2,1 22,7 ± 3,1 0,007 Umönnun eða lækning 11,0 ± 0,9 9,6 ± 1,3 < 0,001 Sjálfstæði hjúkrunarfræðings 11,4 ± 0,8 10,8 ± 1,1 0,013 Vald læknis* 6,6 ± 1,2 4,4 ± 1,2 < 0,001 Heildarstig 53,5 ± 3,1 47,6 ± 5,6 < 0,001 þátttakendur tilgreindu starfsgrein og voru 76,2% þeirra svæfingahjúkrunarfræðingar og 23,8% svæfingalæknar. Mikill meirihluti svæfingahjúkrunarfræðinga voru konur en meirihluti svæfingalækna karlar (p < 0,001). Meðalaldur svæfingahjúkrunarfræðinga var þremur árum lægri en meðalaldur svæfingalækna (p = 0,367) og starfsaldur var rúmlega átta árum lægri (p = 0,016). Frekari lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur má sjá í töflu 1. Í töflu 2 sést að meðaltal heildarstiga svæfingahjúkrunar- fræðinga er hærra (M = 53,5 ± 3,1) en meðaltal heildar- stiga svæfingalækna (M = 47,6 ± 5,6) (p < 0,001). Samkvæmt Jefferson-mælitækinu teljast því viðhorf til faglegrar samvinnu þessara starfstétta jákvæðari í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga en í hópi svæfingalækna. Meðal stigafjöldi fyrrnefnda hópsins var einnig marktækt hærri í öllum fjórum þemum mælitækisins. Heildarstig þátttakenda sem ekki gáfu upp starfsgrein voru að meðaltali 51,5 ± 3,7 og skáru þeir sig ekki frá þeim sem tilgreindu starfsgrein (p = 0,524). Í töflu 3 er gerð grein fyrir meðal stigafjölda fyrir hverja fullyrðingu fyrir sig og sýnd p-gildi fyrir mun milli starfsstétta. Fleiri stig benda til jákvæðara viðhorfs til faglegrar samvinnu. *Stigagjöf er snúið við í þessum fullyrðingum og benda því fleiri stig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu og höfnunar á því að læknar eigi að fara með ráðandi vald.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.