Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 66
Ákveðið hlutfall starfsfólks á geðdeildum verður fyrir ofbeldi við störf sín. Fyrir flesta sem verða fyrir ofbeldi hefur það einhver áhrif. Þessi rannsókn sýnir umfang þessa vandamáls í geðþjónustu Landspítala. Rafrænn spurningalisti var sendur á netföng starfsfólks úr öllum starfsstéttum geðþjónustu Landspítala. Spurt var um hvort það hefði orðið fyrir ofbeldi síðustu 12 mánuði, hverjir voru gerendur og þolendur ofbeldis, hverjar afleiðingarnar ofbeldið hafði strax eða skömmu á eftir og hvernig því liði í vinnunni. Lýðheilsufræðilegar upplýsingar voru einnig fengnar um þátttakendur og reiknuð út tengsl þeirra við önnur svör í rannsókninni. Alls svöruðu 226 starfsmenn spurningalistanum eða 36,1% þeirra sem starfaði í geðþjónustu Landspítala á þessum tíma. 23,5% þátttakenda sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi síðustu 12 mánuði, 60,4% fyrir munnlegu ofbeldi og 18,9% fyrir kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður einnig frá öðrum niðurstöðum í greininni. Niðurstöðurnar sýna að ákveðið hlutfall starfsfólks í geðþjónustu Landspítala verður fyrir ofbeldi við störf sín eins og starfsfólk á geðdeildum erlendis. Fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við ofbeldi eru mikilvægir og nauðsynlegir þættir í vinnuumhverfi geðdeilda. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Hér er um fyrstu birtu rannsókn um ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala að ræða. Hagnýting: Niðurstöðurnar sýna hvaða starfsstéttir á geðdeildum verða oftast fyrir ofbeldi. Þekking: Rannsóknin sýnir svipaðar niðurstöður og sambærilegar rannsóknir frá öðrum löndum. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Ofbeldi og árásargjörn hegðun er íþyngjandi fyrir hjúkrunarfræðinga við störf sín. Niðurstöðurnar sýna að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk á geðdeildum þurfa leiðsögn og stuðning til að takast á við krefjandi viðfangsefni eins og ofbeldi. Ritrýnd grein | Peer review Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala Lykilorð: Ofbeldi, gerendur og þolendur ofbeldis, afleiðingar ofbeldis, líðan í starfi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.