Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 67
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 67 Ofbeldi sem sjúklingar heilbrigðisstofnana beita er oft flokkað sem líkamlegt ofbeldi, ofbeldi gagnvart hlutum, ógnandi hegðun og munnlegt ofbeldi, ofbeldi gagnvart sjálfum sér og kynferðislegt ofbeldi (Caruso o.fl., 2021; Wei o.fl., 2016). Af þessu er munnlegt ofbeldi algengast (Hahn o.fl., 2008) og oftast eru gerendur sjúklingar og aðstandendur þeirra. Ofbeldi af hálfu samstarfsfólks er þó einnig þekkt (Hahn o.fl., 2008; Spector o.fl., 2016). Margar ástæður geta verið fyrir því að sjúklingar sýna ofbeldi á sjúkrahúsum. Má þar nefna óánægju með meðferð, langan biðtíma, erfiðleika við að ná tali af lækni, útskriftarferlið, frelsisskerðingu, sjúkdómsástand, ágreining á milli sjúklinga og starfsfólks og regluverk á deildum (Caruso o.fl., 2021; Kumar o.fl., 2016). Á sjúkrahúsum er algengast að starfsfólk geðdeilda, slysa- og bráðadeilda og öldrunardeilda verði fyrir ofbeldi (Edward o.fl., 2014; Magnavita og Heponiemi, 2012; Spector o.fl., 2014). Í tyrkneskri rannsókn kom fram að á bráðageðdeildum var hætta vegna ofbeldis þriðja algengasta hjúkrunargreiningin (Yalcinturk o.fl., 2018) og í þýskri rannsókn, sem gerð var á nokkrum sjúkrahúsum og þ. á m. á geðdeildum, kom fram að aðeins um fimmtungur (20,5%) starfsfólks hafði ekki orðið fyrir ofbeldi á vinnustað sínum síðustu 12 mánuði. Af þeim sem urðu fyrir ofbeldi sögðust 94,1% hafa orðið fyrir munnlegu ofbeldi og 69,8% fyrir líkamlegu ofbeldi (Schablon o.fl., 2018). Yfirlitsgrein um ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda í Bandaríkjunum sýndi að 25-85% starfsfólks sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á 12 mánaða tímabili (Odes o.fl., 2021). Í yfirlitsgrein um 21 rannsókn kom í ljós að 16% sjúklinga sem dvelja á geðdeildum sýna ofbeldi einhvern tímann í dvölinni. Eins og annars staðar þar sem starfsfólk verður fyrir ofbeldi við störf sín hefur ofbeldi áhrif á heilsu starfsfólks geðdeilda og stuðlar að óánægju í starfi, kvíða, og fjarveru frá vinnu (Ali o.fl., 2021; Hills og Joyce, 2013; Shier o.fl., 2016). Þá getur aukinn rekstrarkostnaður fylgt ofbeldi á deild og aðgerðum til að takast á við það (Edward o.fl., 2007). Þó að rannsóknir sýni mismunandi niðurstöður á milli kynja virðast ungir karlkyns sjúklingar sem hafa verið nauðungarvistaðir og eiga við persónuleikavandamál og fíkniefnaneyslu að stríða, oftast sýna ofbeldi á geðdeildum (Binil o.fl., 2017). Starfsfólk sem verður fyrir ofbeldi virðist einnig oftast vera ungir karlar, með stutta starfsreynslu og starfa við hjúkrunarstörf. Konur verða þó venjulega oftar fyrir kynferðislegu ofbeldi en karlar (Hahn o.fl., 2008; van Leewen og Harte, 2015) en karlar fyrir líkamlegu ofbeldi (Odes o.fl., 2021). Þó að starfsfólk geðdeilda verði fyrir ofbeldi er mjög mikilvægt að taka fram að langflestir sjúklinga geðdeilda sýna ekki ofbeldi. Rannsóknir á geðdeildum sýna að allt að 94% hjúkrunarfræðinga og starfsfólks undir þeirra stjórn verður fyrir munnlegu ofbeldi af hálfu sjúklinga og ættingja þeirra og 82% fyrir líkamlegu ofbeldi (Edward o.fl., 2014; Spector o.fl., 2014). Aðrar starfsstéttir eins og læknar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og iðjuþjálfar verða einnig fyrir ofbeldi, en nokkuð sjaldnar (Hahn o.fl., 2008; Hills og Joyce, 2013; Koritsas o.fl., 2010; Kumar o.fl., 2016; Magnavita og Heponiemi, 2012). Á einu ári höfðu 67% félagsráðgjafa í Ástralíu við hin ýmsu störf orðið fyrir ofbeldi á síðustu 12 mánuðum (Koritsas o.fl., 2010). Í Bretlandi kom í ljós að 51% sjúkraþjálfara sem starfaði á geðdeildum hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi á starfsævi sinni og 24% á síðustu 12 mánuðum, allt frá einu sinni til 20 sinnum (Stubbs og Dickens, 2009). Í Svíþjóð hafði 1,2% INNGANGUR JÓN SNORRASON geðhjúkrunarfræðingur Geðsvið Landspítala JÓN FRIÐRIK SIGURÐSSON prófessor Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala Ritrýnd grein | Peer review Höfundar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.