Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 68
68 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Ofbeldi gagnvart starfsfólki geðdeilda Landspítala Tafla 2 sýnir fjölda starfsfólks sem varð fyrir líkamlegu, munnlegu og kynferðislegu ofbeldi í starfi síðustu 12 mánuði, hversu oft það varð fyrir ofbeldi, hverjir voru gerendur ofbeldis, hverjar voru afleiðingar ofbeldis fyrir það strax eða stuttu eftir og hversu marga daga starfsfólk var frá vinnu í NIÐURSTÖÐUR Rýnirannsókn Rannsóknin fór fram í apríl og maí árið 2019 á geðsviði Landspítala. Allt starfsfólk sviðsins var í rannsóknarúrtakinu eða 609 manns og 226 (36,1%) svöruðu rafrænum spurninga- lista um ofbeldisatvik sem sendur var með tölvupósti. AÐFERÐ Spurningalistinn samanstóð af eftirfarandi spurningum: Hefur þú orðið fyrir ofbeldi (líkamlegu, munnlegu eða kynferðislegu) síðustu 12 mánuði? Hver var gerandi ofbeldisins? Hverjar voru afleiðingar ofbeldis fyrir þig? Hvernig líður þér í vinnunni? Ef þátttakendur höfðu orðið fyrir ofbeldi oftar en einu sinni voru þeir beðnir um að tilgreina afleiðingar alvarlegasta ofbeldisins. Auk þess var spurt um aldur, kyn, starfsaldur og starfsheiti (sjá töflu 1). Skilgreining Boyle og Wallis (2016) kom fram við hverja spurningu. Áður en spurningalistinn var lagður fyrir svarendur var hann lagður fyrir nokkra starfsmenn og þeir beðnir um að koma með ábendingar og athugasemdir um orðalag og annað sem betur mætti fara. Tafla 1. Aldur þátttakenda eftir aldursflokkum, kyn, starfsaldur og starfsheiti Bakgrunnsbreytur Fjöldi (%) Aldur 18-30 ára 62 (27,4) 31-50 ára 95 (42,0) Eldri en 50 ára 69 (30,5) Kyn Karl 70 (31,0) Kona 156 (69,0) Starfsaldur Minna en 1 ár 37 (16,4) 1-5 ár 87 (38,5) Meira en 5 ár 102 (45,1) Starfsheiti Læknir 22 (9,7) Hjúkrunarfræðingur 62 (27,4) Félagsliði/ráðgjafi-stuðningsfulltrúi 61 (27,0) Sálfræðingur 31 (13,7) Félagsráðgjafi 15 (6,6) Iðjuþjálfi 4 (1,8) Annað (t.d. sjúkraliði, ritari, sjúkraþjálfari) 31 (13,7) sálfræðinga verið ógnað í vinnu sinni og 1,3% verið beitt líkamlegu ofbeldi (Jungert o.fl., 2015) og í breskri rannsókn höfðu 12,4% geðlækna orðið fyrir líkamlegu ofbeldi síðustu 12 mánuði (Dhumad, o.fl., 2007). Skráning ofbeldisatvika er mikilvæg og eitt af grundvallaratriðum til að styðjast við þegar ofbeldi á sjúkrahúsum er kortlagt og til að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Það hefur hins vegar löngum verið vitað að ofbeldisatvik á sjúkrahúsum eru vanskráð eða í allt að 88% tilvika (Magnavita og Hoponiemi, 2012, Odes o.fl., 2021). Þannig er tíðni skráðra ofbeldisatvika og tíðni ofbeldisatvika, sem fram koma í könnunum, ekki alltaf sambærilegar. Aðrar ástæður fyrir því að ýmsum annmörkum er háð að bera saman rannsóknir á ofbeldi gagnvart starfsfólki á heilbrigðisstofnunum eru ólíkar skilgreiningar á ofbeldi. Sumar rannsóknir mæla eingöngu ofbeldi sem starfsfólk verður fyrir af völdum sjúklinga og gesta á meðan aðrar mæla einnig ofbeldi sem starfsfólk verður fyrir af hendi samstarfsfólks. Þá mæla aðrar rannsóknir ofbeldi gagnvart starfsfólki eingöngu á ákveðnum deildum, rannsóknartímabil eru ólík, o.s.frv. Í þessari rannsókn er stuðst við skilgreiningar Boyle og Wallis, 2016) á ofbeldi: Líkamlegt ofbeldi Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn vilja sínum, sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða (Hér er átt við atriði eins og að starfsfólk er slegið, sparkað í það, gripið í það, hrækt á það, o.s.frv.). Munnlegt ofbeldi Starfsfólk upplifir að veist sé að sér sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt (Hér er átt við atriði eins og að tala niður til starfsfólks, öskrað á það, starfsfólki hótað, o.s.frv.). Kynferðislegt ofbeldi Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp, eða önnur athöfn séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. (Hér er átt við atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu, o.s.frv.). Rannsóknin varpar vonandi ljósi á hver er staða þessara mála og gefur tilefni til að bera niðurstöðurnar saman við sambærilegar erlendar rannsóknir. Tilgangur rannsóknarinnar er því að kanna hversu margt starfsfólk á geðsviði Landspítala hefur orðið fyrir ofbeldi á 12 mánuðum. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við SPSS 26.0. Reiknaður var út fjöldi og hlutfall þeirra sem höfðu orðið fyrir ofbeldi, afleiðingar, fjöldi fjarverudaga eftir ofbeldi og líðan í starfi. Kí-kvaðratpróf var notað til að skoða tengsl á milli aldurs, starfsaldurs, kyns, starfsheitis og ofbeldis. T-próf óháðra úrtaka var notað til að skoða tengsl milli líðanar í starfi og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi annars vegar og hins vegar að hafa ekki orðið fyrir ofbeldi. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Siðanefnd stjórnsýslu- rannsókna Landspítala (Nr. 1/2019), svo og framkvæmdastjóra mannauðssviðs og geðsviðs og hún var tilkynnt til Persónu- verndar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.