Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 71
Ritrýnd grein | Peer review Tæplega 36,1% svörun verður að teljast frekar lítil þátttaka og þarf því að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Nokkrar skýringar kunna að vera á lítilli svörun. Ein skýring gæti verið að starfsfólk hafi ekki opnað póst sinn á þeim tíma sem gagnasöfnun stóð yfir og rannsóknin hafi því farið fram hjá því eða að það hafi ekki talið sig hafa tíma til þátttöku. Þá getur einnig verið að vanskráning endurspegli viðhorf starfsfólks geðdeilda um að ofbeldi sjúklinga á geðdeildum sé óhjákvæmilega eitt af viðfangsefni starfsfólks og því óþarfi að skrá það frekar en mörg önnur viðfangsefni (Stevenson o.fl., 2015). Líðan þátttakenda og afleiðingar ofbeldis var ekki mæld með sérstökum mælitækjum og því er ekki hægt að útiloka að niðurstöðurnar hefðu orðið aðrar með notkun þeirra. Svörin gefa hins vegar ákveðnar vísbendingar sem koma heim og saman við sambærilegar erlendar rannsóknir (Ali o.fl., 2021; Caruso o.fl., 2021; Hills o.fl., 2013). Þá er þess að geta að tíðni ofbeldis er misjafnt eftir deildum en í þessari rannsókn var eingöngu heildartíðni ofbeldis á geðdeildum Landspítala skoðuð. Að lokum verður að nefna að starfsfólk BUGL var ekki í úrtaki rannsóknarinnar. ANNAMARKAR Að undanförnu hefur á opinberum vettvangi farið fram gagnleg umræða um nauðungaraðgerðir á geðdeildum. Frásagnir og reynslusögur fólks sem dvalið hefur á geðdeildum og verið beitt nauðungaraðgerðum hafa opnað augu heilbrigðisstarfsfólks fyrir mikilvægi þess að draga úr þeim eins og kostur er. Minna hefur verið fjallað um ofbeldi sem starfsfólk geðdeilda verður fyrir en nauðungaraðgerðum er beitt í neyð þegar sjúklingar sýna ofbeldi. Starfsfólk heilbrigðisstétta menntar sig til starfa sem hafa að markmiði að hjálpa fólki sem á við veikindi að stríða. Það stríðir gegn hugmyndafræði þeirra að vera útsett fyrir ofbeldi á meðan það gegnir störfum sínum og það gerir kröfur um að vinnustaðurinn tryggi öryggi þeirra. Skipulögð fræðsla og þjálfun geta aukið öryggi starfsfólks en hvort tveggja þarf að byggja á gagnreyndri þekkingu og reynslu. Rannsóknin sem hér um ræðir á að veita upplýsingar um ástand mála á geðdeildum Landspítala hvað varðar ofbeldi gagnvart starfsfólki og nýtast í aðgerðum til að draga úr því. LOKAORÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.