Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 14
Svíamótið
8. júlí s.l. komu hingað fljúgandi til landsins 5 sænskir frjálsíþrótta-
menn og tóku þátt í íþróttamóti hér í Reykjavík, sem hófst þá um kvöldið
og lauk næsta kvöld, 9. júlí. Er óhætt að fullyrða, uð þetta mót sé eitt af
því markverðasta, sem gerzt hefur í íslenzku íþróttalífi, og fátt orðið til
að vekja betur athygli á íslenzkum frjálsíþróttamönnum til þess tíma.
Svíarnir voru 5 að tölu, þar af einn fararstjóri, Sverker Benson, sem
keppti aðeins í boðhlaupi vegna forfalla annars. Benson er einn af ritstjór-
um sænska íþróttablaðsins. Hinir 4 keppendurnir voru:
Stig Danielsson, 26 ára gamall, vélvirki, frá Gautaborg. Talinn efnileg-
asti spretthlaupari Svía og hafði hlaupið 100 m. á 10,9 og 200 m. á 22,5
sek. fyrir heimsóknina.
Oloj Lindén, 24 ára gamall skrifstofumaður frá Stokkhólmi. Nýliði
eins og Danielsson, en þó einn af beztu 800 m. hlaupurum heimsins. Atti
fyrir heimsóknina þriðja bezta tímann í 800 m. í ár á 1:51,9 mín.
Ragnar Björk, 24 ára gamall tryggingáfræðingtir frá Jönköping. Var
bezti hástökkvari Svxa 1945 með 1,96 m.
Herbert Willny, 27 ára gamall verkfræðingur frá Stokkhólmi. Sænskur
meistari í kúluvarpi síðan 1943, og hefur unnið þá grein á öllum milli-
landakeppnum, sem hann hefur tekið þátt í. Bezti árangur 15,22 m.
Var hér um fyrsta flokks afreksmenn að ræða, íþróttamenn, sem standa
í fremstu röð meðal Svía og jafnvel meðal beztu íþróttamanna álfunnar.
Vegna hins takmarkaða tíma, sem Svíarnir höfðu til fararinnar, urðu þeir
að keppa sama kvöldið og þeir komu og var aðstaða okkar manna því betri
hvað það snerti. Annað, sem háði verulega góðum árangri, var veðrið, sem
því miður var eins óhagstætt eins og það gat verið um þetta leyti árs.
Fyrra kvöldið var suðaustan kaldi, 5—6 vindstig og ekki nema 10 gráða
hiti og svipað veður síðara kvöldið, kannske örlítið minni vindhraði.
Þrátt fyrir þetta leiðinda veður tókst mótið betur en flest önnur frjáls-
íþróttamót hér á vellinum og áhorfendur voru fleiri en nokkru sinni áður,
eða um 3 þúsund hvort kvöldið.
Mótið hófst með því að allir keppendur gengu fylktu liði inn á völlinn
og staðnæmdust fyrir framan áhorfendastúkuna. Þar setti forseti I.S.Í.,
Ben. G. Waage, mótið með stuttri ræðu og bauð sænsku íþróttamennina
velkomna á þeirra eigin máli. Kynnti hann þá sérstaklega fyrir áhorfendum,
sem hylltu þá hvern fyrir sig með lófaklappi og loks alla með ferföldu
húrrahrópi. Síðan hófst sjálft mótið og fara hér á eftir úrslit í einstökum
greinum.
14