Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 167
á eftir glímunni, að þessi þjóðlega list miði til þess að efla þjóðernistil-
finninguna í landinu, og geta þær með því unnið þjóðinni hið mesta gagn,
auk þess sem fagurri íþrótt er við haldið."
Um hina ötulu og áhugasömu Þingeyinga, sem gengu austan yfir heiðar,
sumir margar dagleiðir, til að taka þátt í Islandsglímunni á annan í pásk-
um 1907, kvað lndriði á Fjalli vísu þessa:
Það má segja um þessa menn,
þeir eru ekki latir.
Tölta dægrin, tvenn og þrenn,
til að liggja flatir.
Vísa þessi er fyrir löngu orðin þjóðkunn, hún skýrir nokkuð aldarháttinn,
sýnir, að áhugamönnum, sem lögðu á sig langt ferðalag og erfitt til þess að
keppa í íþrótt sinni, er láð að koma ekki heim með sigurlaunin.
Islandsglíman, hin þriðja með því nafni, var háð á Akureyri 8. júní
1908. Þátttakendur voru 13 kjörnir menn frá glímufélögunum á Akureyri
og í Þingeyjarsýslum og frá Glímufélagi Hólamanna. Þeir voru: Benedikt
Sigurjónsson, Jónas Helgason, Sigurður Einarsson, Björn Jónsson, Pétur
Jónsson, Þorgeir Guðnason, allir úr Mývatnssveit, Jakoh Benediktsson, Karl
Sigvaldason, Sören Sveinbjarnarson úr Hólamannafélagi, Kristján Valdi-
marsson og Valdimar Valdimarsson, báðir úr Fnjóskadal, Kári Arngrímsson
frá Ljósavatni, Kristján Þorgilsson, Akureyri. 14. keppandinn var Jóhannes
Jósefsson, handhafi Grettisbeltisins.
Pétur Jónsson frá Reykjahlíð, sem þá var nýlega kominn frá Bændaskól-
anum á Hólum, var af flestum talinn langfærasti glímumaður Þingeyinga.
Voru Mývetningar allir eins búnir: I hvítum skyrtum, svörtum sokkum
og mórauðum stuttbuxum úr heimaunnu vaðmáli, með hnepptri líningu
neðan við hné. Var það harðsnúinn flokkur að sjá.
Þessi beltisglíma varð hin sögulegasta. Þegar glíman var rúmlega hálfn-
uð, brotnaði Pétur Jónsson úr liði um olnboga í viðureign við Jóhannes
Jósefsson. Hafði Pétur áður tekið Jóhannes á klofbragði og skellt honum
aftur á bak, þannig að hann sýndist mundi koma flatur niður, en í fallinu
sleppti hann glímutökum og bar fyrir sig hendur. Tóku þeir því næst sam-
an aftur, og fór það þá á þessa leið, að Pétur hnaut á klofbragði — án
þess þó að missa algerlega fótfestu með vinstra fæti — og rak höndina nið-
ur og fór úr liði um olnboga. Læknir sá, er viðstaddur var glímuna, treysti sér
ekki til að gera við handlegginn, en herskipið Hekla lá á Akureyrarhöfn, og
var farið með Pétur um borð og herlæknirinn fenginn til að gera við meiðslin.
Þóttist hann vart hafa séð jafn sterklegan handlegg. Hætti við þetta glíman
167