Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 227
Handknattleiksmótin úti á landi 1946
Akranes
Sunnudaginn 31. marz 1946 keppti stúlknaflokkur Iþróttabandalags
Akraness við stúlkur úr Reykholtsskóla. Leikar fóru þannig, að Reyk-
holtsstúlkurnar unnu með 13 mörkum gegn 9. Sama dag keppti piltaflokkur
I.A. við pilta úr Reykholtsskóla og unnu Reykhyltingar með 15:11. Seinni
hluta sama dags kepptu sömu lið aftur; unnu þá piltar I.A. með 20:13.
26. apríl fór fram handknattleiksmót milli K.A. og Kára. Urslit urðu þau
að Kári vann 2 leiki, en K.A. 1. Á vetrinum fóru einnig fram leikar milli
stúlknaflokks I.A. og stúlknaflokks Gagnfræðaskóla Akraness. Unnu stúlk-
ur I.A. þann leik. Ennfremur einn leikur milli úrvalsflokks pilta Í.A. og
kennaraliðs, og unnu kennarar þann leik. Þá fóru og fram margir æfingá-
leikir. — Hinn 18. ágúst kom handknattleiksflokkur kvenna úr Fram í
heimsókn til Akraness og háði einn leik við stúlkur úr Í.A. Leikar fóru
þannig, að I.A. vann með 8:5. — 8. september fóru stúlkur úr Í.A. til
Reykjavíkur og kepptu við Fram og vann Fram þann leik með 5:3.
Akureyri
Á AFMÆLISMÓTI ÞÓRS í júnímánuði fór fram keppni í handknatt-
leik með þessum úrslitum: 1. fl. karla: Þór—K.A. 8:3. 1. fl. kvenna: Þór
—K.A. 3:2. 2. fl. kvenna: K.A.—Þór 3:2. 3. fl. kvenna: Þór—K.A. 6:2.
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í ÚTIHANDKNATTLEIK KVENNA fór
að þessu sinni fram á Akureyri í júlímánuði. Haukar úr Hafnarfirði urðu
Islandsmeistarar 1946, fengu 8 stig, íþróttabandalag Isfirðinga hlaut 6
stig, Týr frá Vestmannaeyjum fékk 3 stig, íþróttabandalag Akureyrar 2
stig og Ármann úr Reykjavík 1 stig. Úrslit leikjanna urðu þessi: Haukar—
Ármann 4:3, Týr—Í.B.A. 6:3, f.B.Í.—Árrnann 11:5, ILaukar—Í.B.A. 8:4,
Í.B.Í.—Týr 8:5, Í.B.A.—Ármann 7:3, Haukar—Týr 3:2, Í.B.I.—Í.B.A. 12:4,
Ármann—Týr 5:5, Haukar—Í.B.Í. 7:5.
IIANDKNATTLEIKSMÓT NORÐURLANDS fór fram á Akureyri í
ag'úst. Keppt var aðeins í Meistaraflokki kvenna. Þrjú félög sendu lið til
keppninnar: K.A. og Þór frá Akureyri og Völsungar á Húsavík. Leikar
fóru þannig, að öll félögin urðu jöfn að stigatölu, 2 stig hvert, svo að keppa
varð að nýju. Urðu þá 2 félögin jöfn, K.A. og Þór og fór loks úrslitaleikur
fram milli þeirra félaga. Úrslit í þeim leik urðu þau, að Þór vann með 6:1
og urðu þar með Norðurlandsmeistarar í handknattleik kvenna úti. Úrslit
227