Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 246
K.R.-ingum og nokkrum Víkingum. Í.R. fór nú að taka virkan þátt í
hnefaleikastarfseminni og byrjaði með því að halda myndarlegt innanfé-
lagsmót í húsi Jóns Þorsteinssonar 26. marz 1944. Voru keppendur 14, þar
af 2 gestir úr K.R. — Urslit urðu þessi: Léttvigt: Ragnar Þorsteinsson vann
Hall Símonarson. — Veltivigt: Harald Halldórsson varð sigurvegari. Fyrst
vann Eyjólfur Arnason (KR) Gunnar Þorvarðarson. Síðan vann Harald
Halldórsson Grétar Árnason og loks vann Harald Eyjólf í úrslitaleik. —
Millivigt: Jóhann Eyfells varð sigurvegari og vann IJelga Sigfússon á
„knock out“ í 3. lotu. Ingólfur Ólafsson (KR) hafði unnið Garðar Guð-
jónsson, en gaf úrslitaleikinn við Jóhann. — Léttþungavigt: Lúðvík Jóns-
son vann Jón Kristjánsson. — Þungavigt: Kristinn Bergþórsson vann Giss-
ur Guðmundsson. Kristinn átti síðan að keppa við þriðja keppandann,
Kristbjörn Þórarinsson, en sá leikur féll niður. — Dómarar voru Guðm.
Arason, Jón D. Jónsson og Peter Wigelund, en hringdómari var Pétur
Thomsen. Á móti þessu kom fram einhver efnilegasti og þunghöggasti
hnefaleikari, sem hér hefur sézt, Jóhann Eyfells. Keppti hann aðeins þenna
eina vetur, en vann leiki sína jafnan á „knock out“.
Í.R. sendi annars keppendur á flest önnur mót, sem hér voru haldin þenn-
an vetur, en það voru Hnefaleikamót Ármanns 5. febrúar, Hnefaleikamót
Þorsteins Gíslasonar í apríl (með þátttöku erlendra manna) og loks
þriffja Hnefaleikameistaramðt Islands 3. maí. Stóðu Í.R. og Ármann fyrir
því móti og var það fyrsta mótið, sem haldið var í íþróttahúsinu við Há-
logaland. Á þessu móti eignuðust Í.R.-ingar sinn fyrsta íslandsmeistara í
hnefaleik (millivigt). Var það Jóhann Eyfells, sem vann Stefán Jónsson
(Á) á „knock out“. Aðrir meistarar mótsins voru úr Ármanni.
Sumarið 1944 fóru Ármenningar í sýningarför til Norðurlands og sýndu
hnefaleika á Akranesi, Akureyri og þrisvar á Siglufirði. Auk þess fóru Ár-
menningar sýningarför til Vestmannaeyja og Grindavíkur.
Næsta vetur, 1944—’45, hófust á ný reglubundnar hnefaleikaæfingar lijá
K.R. og hafði félagið nú endurheimt sinn gamla kennara frá 1935, Þor-
stein Gíslason. Þorsteinn kenndi þó jafnframt hjá Í.R. og hafði ennfremur
sinn sérstaka hnefaleikaskóla. Er óhætt að segja, að áhugi fyrir hnefa-
leikurn hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en þennan vetur, enda höfðu
aðstæður til æfinga og móta batnað mjög, þar sem var hið rúmgóða
íþróttahús við Hálogaland. Þá var og stofnað sérstakt hnefaleikaráð, sem
getið er um hér á eftir. Þennan vetur voru oft háðir æfingakappleikir við
hnefaleikara úr hinu erlenda setuliði, en auk þess tóku setuliðsmenn þátt
246