Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 113
Englandsför reykvískra knattspyrnumanna
Sumarið 1946 bauð eitt þekktasta knattspyrnusamband áhugamanna í
bnglandi, Isthmian League, reykvískum knattspyrnumönnum til Englands.
Og er það í fyrsta sinn, sem ísl. knattspyrnumenn fá tækifæri til að keppa þar.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur (K.R.R.) undirbjó förina og valdi 22ja
nranna úrvalslið úr Reykjavíkurfélögunum fjórum til að taka þátt í för-
inni. Auk þess fóru með Björgvin Schram, fararstjóri, og frú, og Sigurjón
Jónsson, fulltrúi K.R.R.
17. sept.. var lagt af stað frá Reykjavík með fltxgvél og flogið. til Prest-
"'ick. Komust þó ekki allir með þessari ferð. I London bættust 2 knatt-
spyrnumenn í hópinn, en það voru þeir Albert Guðmundsson og Karl
Guðmundson, sem þá dvöldu í Englandi.
Laugardaginn 21. sept. fór fram fyrsti leikur Islendinga (af 5) og kepptu
þeir þá við félagið Dulwich Hamlet, sem er mjög þekkt. Leiknum lauk
með ósigri Islendinga, 2:3, en þó settu þeir fyrsta markið í leiknum. Var
leikurinn mjög vel leikinn af beggja hálfu og báðir ánægðir nxeð árang-
urinn. Albert og Karl stóðu sig bezt af Islendinga hálfu, enda voru þeir
vanir grasvellinum. Þótti Albert vera bezti maðurinn á velljnum. Mörk Is-
lendinga settu Jón Jónasson og Ólafur Hannesson.
22. sept. bættist Mr. Steel í hópinn, en hann átti að vera þjálfari flokks-
ms í Englandi. Sama kvöldið komu svo þeir 6 knattspyrnumannanna, sem
ekki höfðu komizt með flugvélinni til Prestwick og því flogið til.Parísar,
25. sept. fór fram 2. leikur Islendinga. Keppinauturinn var Waltham, sem
cr sterkasta félagið í Isthmian knattspyrnusambandinu. Þrátt fy.rir svona
harða mótspyrnu urðu úrslitin ekki óhagstæðari en 2:4, íslendingum í óhag.
Voru landarnir daufir fyrri hluta leiks en sóttu sig í lokin. Mörk Islend-
inga gerðu Jón og Sveinn Helgason.
28. sept. fór þriðji leikurinn fram í Oxford. Félagið, sem keppt var við,
hét Oxford-City og er það næstbezta félagið í áðurnefndu knattspyrnu-
sambandi. Þrátt fyrir ofsahita þennan dag tókst Islendingum að gera jafn-
tefli, 1:1, eftir prýðilega frammistöðu. Luku blöðin og áhorfendur lofs-
orði á leik fslendinga. Jón Jónasson skoraði mark íslendinga.
Miðvikudaginn 2. okt. var íslendingum boðið að sjá leik milli Arsenal og
Spörtu frá Prag, sem fram fór á Arsenal-vellinum. Með Arsenal lék einn
Islendinganna, Albert Guðmundsson. Kom nú greinilega í ljós, hve Albert
er í miklu uppáhaldi í Englandi, því strax og hann kom inn á völlinn,
113
8