Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 247
í 3 opinberum mótum á árinu og kepptu þá ýmist innbyrðis eða við ís-
lendinga, bæði sýningarleiki og reglulega kappleiki.
22. marz 1945 hélt I.R. hnefaleikamót með skóla Þorsteins Gíslasonar
og 11. maí sama ár hélt félagið annað innanfélagshnefaleikamót sitt. A
báðum þessum mótum kepptu nokkrir K.R.-ingar og erlendir setuliðsmenn
sem gestir. 13. apríl hafði Ármann haldið sitt árlega mót, en 1, júní fór
svo fram jjórSa hnejaleikameistaramót Islands með þátttöku Armanns,
K.R. og I.R. Var keppt í öllum þyngdarflokkum, en aðeins einn leikur í
hverjum flokki. 5. des. sama ár héit Iþróttabandalag Reykjavíkur opinbert
hnefaleikamót í íþróttahúsi sínu við Hálogaland með þátttöku K.R.-inga,
Í.R.-inga og nokkurra brezkra setuliðsmanna. — Er ég þá loks kominn að
árinu 1946, en um það er sérstök grein á öðrum stað í bókinni.
*
Eins og þetta ágrip ber með sér, er aðeins drepið á markverðustu at-
burðina í sögu íslenzkra hnefaleika og má þó vera að eilthvað hafi gleymzt.
Af framanskráðu verður ljóst, að þessi íþrótt hefur lifað bæði áhuga-
og deyfðartímabii og það jafnvel með jöfnu millibili. Eins og víða annars
staðar hafa hnefaleikar átt hér all erfitt uppdráttar og jafnan hlotið harða
gagnrýni hjá fjölda fólks. Fyrst í stað var þetta mjög eðlilegt, því oft mun
hafa gætt meira kapps en forsjár á fyrstu hnefaieikamótunum, sem hér voru
haldin. Við útkomu hnefaleikareglna og kennslu lærðra kennara varð
íþróttin eigi lengur eins laus í reipunum og verið hafði og tók nú á sig
það form, sem henni er ætlað að hafa. Og sem þjálfunaríþrótt er óhætt að
segja, að hnefaieikar séu bæði hollir og styrkjandi. En vitaniega getur iðk-
un þeirra farið út í öfgar og á ég þar einkum við keppni atvinnuhnefaleik-
ara, sem oft er ljót, þótt spennandi sé. En er ekki svo með flesta hluti,
að þeir fari út í öfgar, sé illa á þeim haldið og reglur brotnar.
Hnefaleikadómarar
Vorið 1945 voru þessir menn löggiltir sem Imefaleikadómarar að loknu
prófi: Ásgeir Pétursson, Thor R. Thors, Oskar Þórðarson, Pétur Thomsen,
Halldór Björnsson, Karl Níelsen, Haraldur Gunnlaugsson og Jón M. Árna-
son. Ennfremur Eiríkur Bech, Jón D. Jónsson, Þorsteinn Gíslason, og nokkru
síðar Peter Wigelund, Guðm. Arason, Guðjón Mýrdal og Páll Magnússon.
247