Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 258
fyrsta skipti Skíðafélag Siglufjarðar. Var keppt í fimm manna sveitum og
fékk sveit Sk. S. 33 stig. Næst varð sveit Einherja með 51 stig og þriðja sveit
Skíðaborgar með 53 stig.
Næsta dag fór fram skfðastökk í ágætu veðri. Stokkið var í Fiengingar-
brekku, þar sem síöar hefur verið byggð stökkbraut. Keppendur voru 18, þar
af 12 frá Siglufirði. Hinir voru frá Reykjavík. Nr. 1 varð Alfreð Jónsson, Skb.
með 216,2 stig, nr. 2 Jón Þorsteinsson, SkS. með 212,2 stig, nr. 3 Jóhann Sölva-
son, Skb. með 209,8 stig. Lengsta stökk var síðasta stökk Alfreðs, 28,5 metrar.
Þóttu áhorfendum mikið til stökkanna koma, enda höfðu slík stökk ekki sést
áður í Reyjavík.
1 göngunni stóðu Siglfirðingar og Isfirðingar alimiklu framar en Reyk-
víkingarnir og í stökkunum vöktu Siglfirðingarnir sérstaka athygli. ísfirðing-
ar kepptu ekki í stökkum.
Mót þetta markar tímamót í sögu skíðaíþróttarinnar á íslandi og á sérstak-
lega formaður Skíðafélags Reykjavíkur, L. H. Miiller, þakkir skilið fyrir það
brautryðjandastarf, sem hann vann með því að stofna til móts þessa og sjá
um undirbúning þess.
Forsaga
Þótt árangur sá, sem fram kom á þessu fyrsta landsmóti skíðamanna, hafi
máske ekki verið stór á alþjóðamælikvarða, þá liggur mikið og margþætt
starf að baki hans. Skíðaíþróttin er gömul íþrótt á íslandi og hafa skíöi verið
notuð hér til feröalaga að vetrarlagi frá öndverðu. Hér er það ekki ætlunin
að rekja sögu skíðaíþróttarinnar, en aðeins drepa á nokkur þau atriöi, sem
sérstaka þýðingu hafa haft fyrir framgang íþróttarinnar á síöustu árum.
Almennur áhugi á skíðaíþróttum vaknaði í Skandinavíu nokkru fyrir alda-
mótin síðustu. FerÖ Friðþjófs Nansen á skíðum yfir Grænlandsjökul átti
meðal annars mikinn þátt í þessari vakningu. Hér á landi var það sérstaklega
starfsemi ungmennafélaganna upp úr aldamótunum, sem örfaði til skíða-
iðkana. Voru þá haldin skíðamót víðs vegar um landið, en þessi áhugi dofn-
aði um heimsstyrjöldina fyrri.
í Reykjavík var árin 1908—16 unnið að því að gera skíðabraut í Oskju-
hlíð. Unnu að þessu ýmsir áhugamenn, aðallega ungmennafélagar. Skíöa-
ferðir urðu þó ekki almennar í Reykjavík sökum þess hve snjór er stopull í
grennd við bæinn. Skíðafélag Reykjavíkur var stofnað 1914 og stóð það fyrir
skíðaferðum. Mikinn þátt í starfsemi félagsins áttu Norðmenn búsettir í
Reykjavík.
258