Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 186
rísandi sólu, og er mér óhætt að fullyrða, að hið fagra landslag, hávaxnir
skógar, bleikir akrar og slegin tún, heilluðu hugi okkar allra meira enn
nokkur orð fá lýst. Um kvöldið 5. júlí héldum við svo fyrstu glímusýningu
okkar. Staður sá, sem til sýningarinnar var valinn, heitir Vasaparken. Þar
höfðum við stutta glímusýningu, hver þjóð hafði sinn afmarkaða tíma.
Laugardaginn 6. júlí kl. 2 e. h. var farið í samkomusal norræna safnsins,
|iar sem sjálf setningarhátíðin fór fram. Meðan á henni stóð, var staðið
undir fánum Norðurlandaþjóðanna. Þarna voru meðal annars flutt stutt
ávörp frá öllum Norðurlandaþjóðunum. Fyrir Islands hönd flutti Jón Þor-
steinsson ávarp, og var því mjög vel tekið.
Kl. 8 átti svo glímusýning að fara fram á hinum forna Olympíuleikvangi
Svía, Stokkhólms Stadion. Þangað var gengið í skrúðgöngu frá stað, sem
heitir Konungs-strandgarðurinn, og var borinn þjóðfáni fyrir hverjum flokki,
auk þess var í fararbroddi þorinn fánaborg. Sýndum við svo þarna á íþrótta-
leikvangi Stokkhólms glímuna, sem að mínu áliti tókst framúrskarandi vel,
enda leyndi það sér ekki, að áhorfendum fannst mikið koma til þessarar
fornu og þróttmiklu íþróttar, glímunnar — Þetta sama kvöld sátum við í
boði bæjarstjórnarinnar í hinum fræga og fagra gylta-sal ráðhússins.
Sunnudaginn 7. júlí var okkur boðið út í Drottningar-holm, sem er mjög
fagur staður. Þennan dag kl. 4 átti okkar stærsta glímusýning að vera, hún
var haldin á Skansinum. Þegar glímusýningin hófst, var þarna saman kominn
mikill mannfjöldi, um 13 þúsund nianns. Þarna var háð skörp bændaglíma
að aflokinni bragðasýningu og sýningarglímu. Bændur voru þeir Guðmund-
ur Ágústsson og Kjartan Bergmann. Áhorfendur fylgdust með glímunni af
miklum áhuga, áhuga sem keppnisíþróttir einar geta skapað. — Þess má geta
að blaðadómar um glímuna voru mjög lofsamlegir og eyddu sum blöðin
allt a, heilum síðum um glímuna, frásagnir af henni og svo myndir.
Við, sem fórum í þennan glímuleiðangur, geymum allir góðar endurminn-
ingar frá fiirinni, og við erum sannfærðir um, að slíkar ferðir eru vel til þess
fallnar að auka kynni og bróður íslenzku þjóðarinnar.
OlYmpíulörin 1908 (viðbót)
Til viðbótar frásögn þeirri, sem birtist á bls. 172—73 skal þess getið, að
Jóhannes Jósefsson tók þátt í grísk-rómverskri glímu (miðþungaflokki) á
sjálfum Olympíuleikunum. Voru kepp. 24 og komst Jóhannes í fjögurra
manna úrslit. Var hann álitinn einna líklegastur til sigurs, en meiddist og
varð að ganga úr leik. Þegar verðlaunum var úthlutað, rétti enska drottn-
ingin Jóhannesi heiðursskjal fyrir hreysti og drengilegan leik.
186