Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 172
féll Sigurjón. Samkvæmt úrskurði dómnefndar fékk Hallgrímur Benedikts-
son 1. verðlaun, Guðm. A. Stefánsson 2. verðlaun og Jóhannes Jósefsson
3. verðlaun.
Voru Armenningar heldur en ekki upp með sér, er þeir sáu formann
sinn, sigurvegarann, borinn í gullstól og krýndan blómsveigum, af leikvell-
inum, og lustu þá upp dynjandi fagnaðarópi. Það var heldur ekki ástæðu-
laust, því að þessum úrslitum hafði í rauninni enginn við búizt. Var mikið
um þau talað allt kvöldið og fregnin um þau barst óðfluga til Reykjavíkur
og þaðan út um land allt. (Eimreiðin 1912.)
Olympíuíörin til Lundúna 1908
Haustið 1907 var farið að tala um að senda menn til Lundúna, til þess að
sýna þar íslenzka glímu í sambandi við ólympsku leikina, sem þar átti að
lialda 1908. Tóku menn þá að æfa sig af kappi, til þess að vera sem bezt
undirbúnir, og héldu því fram allan veturinn. Var talað um að senda 7 menn,
1 af Austurlandi, 3 af Norðurlandi og 3 úr Reykjavík. Var samskota leitað
um land allt, og varð vel ágengt, því allir vildu styrkja íþróttamennina til að
sýna íslenzku glímuna í umheiminum. Varð það og úr, að 7 menn vortt sendir,
og ttrðu þessir fyrir valinu: Páll Guttormsson frá Seyðisfirði, Pétur Sigfús-
son frá Húsavík, Jóhannes Jósefsson og Jón Pálsson frá Akureyri, Hallgrím-
ur Benediktsson, Guðrn. Sigurjónsson og Sigurjón Pétursson úr Reykjavík.
I Ltindúnum sýndu þeir íslenzka glíinii tlaginn áðtir en ólympsku leikirnir
liófust. Var þann dag hátíð ntikil á leikvangintim (Stadion), og fór þar fram
leikfimi, skeiðhlaup, ganga og glímur. Islenzka glíman vakti þar hina niestu
eftirtekt meðal íþróttamanna og áhorfenda, er áttu erfitt með að botna í,
hvernig farið væri að leik þessum. Myndir voru ótæpt teknar af glímumönn-
unum og komu þær svo út í blöðunum næstu dagana á eftir.
Meðan á ólympsktt leikjúnum stóð, urðu glímumennirnir að halda kyrru
fyrir í Lundúnum. Því síðasta leikdaginn áttu þeir að sýna glímuna aftur.
Þá var verðlaunum útbýtt og sund háð, hlaup og glímur. En ekki þurftu þeir
að vera iðjulattsir meðan á biðinni stóð, því stjórnendur leikhússins „Olymp-
ía“ föluðu þá til þess að sýna glímuna þar, og tóku þeir því með ánægjtt.
Glímdtt þeir svo í leikhúsi þessu á hverju kvöldi í heila viku og buðu áhorf-
endum til leiks. Urðu ýmsir lil að reyna sig, en enginn gat staðið þeim snún-
ing, og þótti mörgum nafnkunnum glímukappanum (í útlendum glímttm)
172