Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 114
þyrptust Ijósmyndararnir utan um hann. T sjálfum leiknnm stnfi Albert sig
ágætlega og vakti mikla hrifningu meðal áhorfenda.
3. okt. fór fjórði leikurinn fram og nú keppt við úrvalslið úr Isthmian
League. Urslitin urðu þau, að úrvalsliðið vann með 5:3, enda var þar við
ofurefli að etja fyrir íslendinga. Mörk íslendinga skoruðu Sveinn (úr víta-
spyrnu), Albert og Ellert.
5. október fór svo fram fimmti og síðasti leikurinn í Englandi. Ilford
hét félag það, sem keppt var við. Þessari síðustu orustu lauk með sigri ts-
lendinga 3:2, enda þótt Englendingar séu vanir að vinna síðustu orustuna.
Mörkin skoruðu þeir Sveinn (vítispyrna), Ellert og Magnús Agústsson.
Heildarútkoma keppninnar varð því sú, að Tslendingar unnu 1 Ieik og
gerðu annan jafntefli, en töpuðu þremur. Settu alls 11 mörk, en fengu 15.
Má það teljast góð frammistaða með tilliti til alls. íslendingarnir voru
óvanir grasvöllunum og bjuggust því varla við að vinna neina stóra sigra
í þessu landi knattspyrnunnar. Engu að síður varð förin mjög ánægjuleg
og lærdómsrík. Voru móttökur allar svo góðar sem bezt verður á kosið og
allt gert til að gera Islendingum förina minnisstæða og ánægjulega. Er
ekki rúm hér til að geta alls þess, sem gert var þeim til heiðurs og skemmt-
unar í förinni, né allra þeirra manna í Englandi, enskra og íslenzkra, sem
áttu þar hlut að máli.
10. og 11. október var svo haldið heimleiðis með flugvélum.
Þátttakendur í Englandsförinni voru þessir: Fararstjóri Björgvin Schram,
Aldís Schram (frú), Sigurjón Jónsson fulltrúi K.R.R. Frá K.R.: Olafur
Hannesson, Birgir Guðjónsson, Hafliði Guðmundsson, Hörður Óskarsson,
Jón Jónasson. — Frá Fram: Sæmundur Gíslason, Kristján Olafsson, Valtýr
Guðmundsson, Þórhallur Einarsson, Magnús Agústsson. — Frá Val: Sig-
urður Ólafsson, Sveinn llelgason, Ellert Sölvason, Hafsteinn Guðmundsson,
Hermann Hermannsson, Anton Erlendsson, Snorri Jónsson. — Frá Víking:
Anton Sigurðsson, Gunnlaugur Lárusson, Brandur Brynjólfsson, Einar
Pálsson, Haukur Óskarsson. — 1 Englandi bættust við þeir Albert Guð-
mundsson, Val, og Karl Guðmundsson, Fram.
Þeir, sem kepptu, voru þessir: I. leikur: Hermann, Hafsteinn, Karl,
Sveinn, Sigurður, Gunnlaugur, Ellert, Snorri, Albert, Jón og Ólafur. —
II. leikur: Anton, Karl, Sigurður, Sæmundur, Birgir, Sveinn, Þórhallur,
Einar, Albert, Jón og Ellert. — III. leikur: Hermann, Karl, Sigurður,
Kristján, Birgir, Sveinn, Ólafur, Jón, Albert, Valtýr og Ellert. — IV. leikur:
Anton, Karl, Sigurður, Kristján, Birgir, Sveinn, Ólafur, Jón, Albert, Gunn-
laugur og Ellert.— V. leikur: Hermann, Hafsteinn, Karl, Sæmundur, Sig-
urður, Kristján, Albert, Jón, Magnús, Sveinn og Ellert.
114