Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 137
Ingvar Jónasson Svavar Stefánsson Kolbrún Armannsdóttir
ágúst. Urslit sundkeppninnar urSu þessi: 100 m. bringusund karla: 1.
Snorri Sturluson, Herði 1:29,0 mín. 2. Magnús Guðmundsson, Herði
1:30,0 mín. 3. Viggó Valdimarsson, Dreng 1:32,5 mín. — 50 m. bringu-
sund kvenna: 1. María Sigurðardóttir, Dreng 48,5 sek. 2. Auður Jensdóttir,
Herði 48,6 sek. 3. Guðríður Guðmundsdóttir, Dreng 50,3 sek. — 1000 m.
bringusund karla: 1. Snorri Sturluson, Herði 18:14,0 mín. 2. Magnús Guð-
mundsson, Herði 19:04,0 mín. 3. Viggó Valdimarsson, Dreng 22:57,5 mín.
Sundráð Reykjavíkur (S.R.R.) 15 ára
I febrúar 1946 hélt S.R.R. fyrsta reglulegan aðalfund sinn. Kom þar
m. a. fram tillaga um að hefja þegar undirbúning að för ísl. sundmanna á
næstu Olympíuleika. Kosin var stjórn og var hún skipuð þessum mönnum:
Erlingi Pálssyni, formanni, Jóni D. Jónssyni, Einari Sæmundssyni, Magn-
usi Kristjánssyni og Friðjóni Astráðssyni.
A síðasta aðalfundi ráðsins, 27. febr. 1947, var kosin stjórn, sem þannig
er skipuð: Erlingur Pálsson, formaður, Jón D. Jónsson, Einar Sæmunds-
son, Friðjón Astráðsson og Einar Hjartarson.
1. marz 1947 voru liðin 15 ár frá stofnun Sundráðsins, en fyrsta stjórn
þess var þannig skipuð: Erlingur Pálsson, formaður, Þórarinn Magnús-
son, Eiríkur Magnússon, Torfi Þórðarson og Jón Jóhannesson. Hefur Er-
lingur Pálsson verið formaður allt frá stofnun og fram á þennan dag.
137