Úrval - 01.02.1952, Page 3
JAN.—PEB. 1952
11. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK *
Sænskur vísindamaður rekur í þessari
grein sennilegustu og jafnframt
nýjustu tilgátumar —
Um uppruna lífsins.
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Gösta Ehrensvard, dósent.
IAUGUM margra manna er
spumingin um upphaf lífsins
vandamál, sem litlu máli skipt-
ir — eða jafnvel alls ekkert
vandamál. Lífið umhverfis oss
færir oss að höndum svo mörg
viðfangsefni, sem leysa þarf, á-
hyggjuefni og kannski fagnað-
arefni, að oss veitist ekki tóm
til að glíma við hið óskiljanlega,
sem skeði aftur í grárri forn-
eskju. Framtíðin ber vissulega
í skauti sér nógu margar gátur
•— hví skyldum vér þá gera oss
áhyggjur út af hinu liðna? Auk
þess stöndum vér kannski sum
á grunni hefðbundinnar trúar,
sem ekki vill leita skýringa á
því, er eitt sinn var skapað fyr-
ir tilverknað æðri máttarvalda.
Upphaf lífsins er þá ekki neitt
vandamál, heldur atburður, sem
ekki er hægt — eða rétt — að
ræða, atburður, sem er hafinn
yfir allar umræður.
Náttúruvísindi nútímans em
einnig að sínu leyti næsta af-
skiptalítil um þetta mál. Spum-
ingin um byrjun lífsins á jörð-
inni er vissulega girnileg til fróð-
leiks, en á hinn bóginn verður
því ekki neitað, að mörg tíma-
bærari viðfangsefni bíða úr-
lausnar. Þau viðfangsefni, sem
daglega er unnið að í þúsundum
rannsóknarstofa víðsvegar í
heiminum, eru velflest þess eðl-
is, að nokkrar líkur em til að
unnt sé að leysa þau — kannski
með hagnýtum árangri. En